Kirkjuritið - 01.07.1962, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.07.1962, Qupperneq 14
300 KIRKJURITIÐ eigin. Nú sótti hún liins vegar um inngöngu og ásamt lienni systurkirkjur hennar í Búlgaríu, Rúmeníu og Póllandi. 3. Játningargrundvöllur Alkirkjuráðsins var nokkru skýrar markaður en áður í því skyni að árétta hina almennu kristnu samstöðu um Heilaga Ritningu sem viðmiðun og um trúna á hinn þríeina Guð. Þessi grundvallargrein liljóðar nú á þessa leið: „Alkirkjuráðið er samfélag kirkna, sem játa Drottin Jesúm sem Guð og frelsara í samræmi við Heilaga Ritningu, og leit- ast þess vegna við liver með annarri að gegna sameiginlegri köllun til dýrðar einum Guði, föður og syni og heilögum anda“. 1 sambandi við þingið bættust 23 kirkjur við í þessi al- heimssamtök, þar af 11 frá Afríku og 4 frá Asíu. Eru nú 198 sjálfstæðar kirkjur aðilar að Alkirkjuráðinu. Kristin kirkja er ekki lengur livítra manna stofnun eða sérmál, liinar ungu kirkjur Asíu og Afríku láta æ meira til sín taka á alþjóðavett- vangi. Nigeríumaður og Indverji eru meðal sex forseta ráðsins. í þessu sambandi má gjarnan rifja það upp, að á síðasta ári Iilaut kristinn svertingi frá Suður-Afríku friðarverðlaun Nóhels, Alhert Lútúli. 1 ræðunni, sem hann flutti í Oslo við það tækifæri bar liann kristniboðinu fagurt og máttugt vitni. Það var „Ijósgeislinn í myrkri“ liðinna tíma og því er það að þakka, að nú tekur að daga í Afríku, þrátt fyrir allt. Haim nefndi nöfn kristniboða, sem hörðust lietjulegri haráttu fyrir mannúð og mannréttindum gegn skilningsleysi evrópskra ný- lendustjórna og ofurefli hvítrar auðshyggju. Og hann flutti Al- kirkjuráðinu skorinorðar þakkir fyrir þá forustu, sem það hefur tekið um stuðning við þeldökka menn í landi lians, Suður-Afríku. Það gerist kirkjusaga í samtíðinni. Gott og nauðsynlegt er það að kunna sína skólasögu og vita skil á því, sem er liðið. En kirkjan er ekki liðin saga, annáll liennar liefur ekki verið skráður til loka. Engin kirkja nokkurs lands og enginn krist- inn einstaklingur má við því að gefa ekki gaum að lífi og starfi þeirrar stóru heildar, sem þrátt fyrir marggreindan feril og þróun, mótun og viðliorf, er eitt í rót, í Jesú Kristi. Einhver hefur sagt, þegar rætt var um undirbúning guð- fræðinga undir prestsstarf, að liáskólakandidat í guðfræði viti meira um innréttingu og daglega háttu í jniðaldaklaustri eit

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.