Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 16

Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 16
302 KIRKJURITIÐ setur í liverju prestakalli lögákveðin en svo liafði ekki verið áður. Var það í sjálfu sér eðlileg ráðstöfun, er miðaði að auk- inni festu og öryggi. En það liggur í lilutarins eðli að aðstæður krefjast breytinga á skipan slíkra mála í einstökum tilfellum og nokkuð þungt í vöfum að þurfa að leita alþingissamþykkta um slíkt hverju sinni. Var ég fyrir mitt leyti þeirrar skoðunar, að eðlilegra væri að fela framkvæmdavaldinu, kirkjustjórn- inni, úrskurð í þessum efnum, þó með því skilyrði, að ábyrgir, kirkjulegir aðilar í liéraði hefðu um það bindandi atkvæði, Prestssetranefndin, sem skipuð var í fyrravor, liefur fyrst nýlega tekið 1 il starfa. Formaður liennar var, eins og kunnugt er, Gústav A. Jónasson, ráðuneytisstjóri. Varð nokkur bið á því, að skipaður væri formaður í hans stað. En nú hefur eftirmað- ur lians í ráðuneytinu, Bahlur Möller, tekið sæti lians í nefnd- inni. Fjölgun presta í Reykjavík Merkasti viðburður að því er varðar afskipti ríkisvaldsins af kirkjumálum er ótvírætt sú ákvörðun hæstv. kirkjumála- ráðlierra, að fjölga skuli prestum í Reykjavík. Með hréfi 12. febrúar tjáði liann mér, að Iiann féllist á „að undirbúin verði framkvæmd lagaákvæða um fjölda presta í Reykjavík og samþykkir að láta hefja atliugun á lögboðinni prestafjölgun og að fengnar verði tillögur um prestakalla- skipun, mcð það fyrir augum, að í embættin verði skipað frá næstu áramótum“. Þegar að fengnu þessu bréfi ritaði ég dómprófasti og óskaði þess að safnaðarráð Reykjavíkur hæfi þegar þá athugun og undirbúning, sem ráðlierra lagði fyrir, en skv. 2. gr. gildandi laga um skipun prestakalla, á safnaðarráð að gera „tillögur um skiptingu prófastsdæmisins í sóknir og prestaköll og um breytingar á þeirn svo oft sem þörf er“. Ég ltygg að það hafi verið almenn skoðun, að einn mikilvæg- asti ávinningur laganna um skipun prestakalla frá 1952 hafi verið það ákvæði, þar sem mælt er fyrir um meðaltölu safn- aðarmanna á hvern þjónandi prest í Reykjavík og í kaup- stöðum utan Reykjavíkur, 5000 í Reykjavík, 4000 annars stað- ar. Með þessu ákvæði var reynt að trvggja, að ekki væri látið reka á reiðanum urn prestsþ jónustu á stöðum þar sem íbtia-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.