Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 18

Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 18
304 KIRKJURITIÐ aft’ farið væri á bak við' neinn málsaðilja. Málið var að sjálf- sögðu á samri stundu afgreitt til safnaðarráðs, eins og fyrr segir, samkvæmt fyrirmælum laganna urn það undirbúnings- verk, sem því ber að vinna, þegar svona stendur á. Með bréfi frá bagstofustjóra til mín, dags. 5. marz, lágu fyrir upplýsingar um tölu þjóðkirkjumanna í 5 sóknum Reykja- víkur skv. íbúaskrá frá 1. des. 1961. Tvímenningsprestaköllin tvö í prófastsdæminu voru ekki tekin með í reikninginn, enda koma þau ekki til álita í sambandi við prestafjölgun og mann- fjöldi þeirra mun ekki raska því lilutfalli, sem miðað er við í lögunum, þótt tillit væri tekið til hans, nema ef vera skyldi í þá átt að árétta nauðsynina á fjölgun. Um Kópavog gilda önnur ákvæði um meðaltölu íbúa í prestakalli en um liin prestaköllin í Reykjavíkurprófastsdæmi (4000 manns). Yerð- ur að ganga út frá því, að Kópavogssókn verði nú sérstakt prestakall með einum presti, unz bætt verður við presti þar sakir mannfjölgunar, en þess getur vart orðið langt að bíða. Sé ekki tekið tillit til Kópavogs kemur í Ijós. að í fimm sókn- um, sem til álita koma, Laugarness- Háteigs- Langholts- Bú- staða- og Nes-sóknum, eru 42,635 þjóðkirkjumenn og 4 prest- ar, eða meira en bálft ellefta þúsund á prest. Sýna þessar tölur að það var ekki ástæðulaust að halda þessn máli vakandi og vinna að úrbót. Lögin kveða svo á, að skipting sókna og prestakalla skuli að jafnaði miðuð við það, að einn prestur sé í liverju presta- kalli, svo sem verið befur regla öldum saman bér á landi, Um þetta atriði ætla ég ekki að fjölvrða hér, en ég vil aðeins láta í ljós þá von, að allir, sem bér eiga einbvern lilut að máli, og þar með talin prestastéttin í heild, geri sér fvllilega Ijóst, að framkvæmd þessa máls að þessu sinni er mjög ábyrgðar- mikil, því að lnin hlýtur óhjákvæmilega að marka stefnuna eftirleiðis. Þess vegna verður að leggja áherzlu á, að málið sé skoðað frá öllum hliðum og ekki aðeins frá einu sjónar- horni og að miðað sé við að reyna að tryggja beilbrigða þróun í framtíðinni og ekki eingöngu horft í tímabundnar aðstæður innan tiltekinna safnaða. Ef það yrði t. d. ofan á að þessu sinni, að sóknum yrði ekki skipt, heldur aðeins bætt við prest- um án sóknarskipta, markar það stefnuna að öllum líkindum næstu áratugi, hvar sem mannfjölgun krefst nýrra prests-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.