Kirkjuritið - 01.07.1962, Side 35

Kirkjuritið - 01.07.1962, Side 35
KIRKJURITIÐ 321 Þa3 er auðvelt fyrir okkur að varpa allri sökinni á þá, sem liafa völdin, en ætli við séum ekki samsek og sofum líka? Þrátt fyrir allt þetta tal um danshús, drykkjuskap og fósturmorð, er almenningsálitið raunverulega ekki á móti því, a. m. k. ekki ákveðið. Ef svo væri, fengi þetta voðaástand ekki að ríkja. Við erum svo fljót að finna afsakanir. Við erum svo víðsýn °g umburðarlynd. Ætli við værum svona umburðarlynd ef málin snertu son okkar eða dóttur, systur eða bróður? Al- menningsálitið befur mikil völd. Ef almenningsálitið væri ein- dregið og ákveðið á móti ósómanum mundi ástandið ugglaust batna. Margt er það sem vantar til bjálparstarfsins. Við getum minnt á stúlknaheimili, mæðralieimili, sumardvalarheimili fyrir börn, eftirlitsstöð fyrir unglinga, sem koma til Reykja- víkur utan af landi, næturskýli fyrir útigangsfólk, o. s. frv. Hver aðili liefur sínar óskir um betri starfsskilyrði og sínar tillögur til úrbóta. Hér í borg eru ýms heimili þar sem fyrirvinnulausar mæður búa með börn sín í slæmum búsakynnum. Mæðurnar koma bvergi börnum sínum fyrir og þær þreytast margar hverjar á beimasetunni og taka það ráð að bæta sér liana upp með því að vera úti á kvöldin og fram eftir nóttu. Þær eru því þreytt- ar í morgunsárið en börnin liress og spræk og drífa sig út að leika þótt þau séu lítið klædd og illa tilböfð. En oft hefur feynslan orðið sú, þótt auðvitað gildi liér ekki eitt um allar, að ef bægt er að koma börnunum fvrir á daginn og mæðr- unum í vinnu, kemst regla á líf þeirra og þær sinna börnun- um vel. Þeim, sem um þessi mál fjalla, finnst það því skyn- samlegri ráðstöfun að koma upp dagheimilum fyrir þessi börn og sjá beimilin komast í gott lag beldur en að borgin greiði sí og æ með heimilunum og þau komist í æ meiri óreiðu. Og bér er annað vandamál. Barnaverndarnefnd Reykja- víkur befur þrjú uppeldislieimili fyrir mismunandi aldurs- flokka upp að 16 ára aldri. Oft kemur það fvrir, að börn þurfa uð dveljast á þessum uppeldisbeimilum alla sína æsku og eru orsakir ýmsar. Á þessum 16 árum þurfa börnin að skipta þrisvar um umhverfi, þrisvar þurfa þau að ganga í gegnum þá raun að semja sig að nýjum félögum og kynnast nýju for- stöðufólki og þrisvar þurfa þau að slíta sig frá félögum og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.