Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 46
Sigur&ur Jón Jóhanncsson: Dulrúnir Huldukona Sögn dr. SigurSar Júl. Jóhannessonar, Winnepcg 1917. Árið 1881, þegar ég var á 14. aldursári, var ég smali á bæ þeim í Borgarfirði syðra, er Flóðatangi Iieitir. Það var morg- unn einn fyrri part sumars í rigningu og súldarveðri, að mér var vanl nokkurra af ánum og lagði því af stað að leita þeirra og fami þær loks eftir langa mæðu. Rak ég þær síðan heim á kvíaból og fór svo heim í bæinn til að gera stúlku, er Iielga hét Hálfdánardóttir, aðvart um að hún gæti farið að mjólka þær; var ég þá orðinn mjög þreyttur og slæptur. En þegar stúlkan kom á stöðulinn voru ærnar þotnar í burt; varð ég þá að leggja af stað að elta þær. Ég var uppgefinn og illa til reika, liljóp því af stað skæl- andi og hugðist að ná þeim sem bráðast. Ég sá að þær héldu upp með ánni (Hvítá) með miklum liraða og reyndi ég af fremsta megni að komast fram fyrir þær, en þær liertu því meir á sér, þar til að þær komu á sléttan bakka við ána, þar sem móliraukar voru; þá veit ég ekki fyrr til en þær konia J einu hendings kasti beint á móti mér. Ég varð forviða yfir þessu, stóð undrandi og litaðist um eftir livað þessu mundi valda. Sá ég þá livar kvenmaður stóð á bakkanum; hún liafði bláröndótta svuntu fyrir sér og veifaði henni framan í ærnar svo þær styggðust til baka. Þetta sá ég mjög glöggt. Ég leit þá aftur til að aðgæta, hvort ærnar færu rétta leið, en þegar ég leit við aftur var vera þessi mér algerlega liorfin. Hugði ég þó vandlega að og þar eru engin leiti eða misliæðir er á milli gátu borið. Var mér því atvik þetta að öllu leyti óskiljanlegt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.