Kirkjuritið - 01.05.1963, Page 41

Kirkjuritið - 01.05.1963, Page 41
KIHKJURITIÐ 231 Huðrún Ólafsdóttir kona Jóliannesar Hannessonar o;; hennar 'lóttir o;; fleira fólk, ef pláss leyfði. 1 þriðja sæti sat eftir 1890 fólk úr Bæ. Þar efst við vegginn sat Guðríður kona Jóns Guð- inundssonar í Bæ. Þegar liún var í fyrsta sinn hér við kirkju, há sal hún í kór lijá Jóni, sem þá var á leið að verða maður kennar, og þótti henni það vel sæma, þó að ekki væri það venja — svo mikið tillit var til hennar tekið. Framar í öðru og þriðja sæti var fólk frá Gelli. Áður en ég enda þetta, ætla ég að skrifa nokkur orð um sónginn. Þegar ég man fyrst til, þá var sami maður forsöngv- ;'ri og meðhjálpari. Það liefur að öllum líkindum verið Þórður hórðarson, er var bóndi í Ytri-Vatnadal á árunum 1866—1884. Hann dó 1886. Hann var sagður liafa verið mjög sönghæfur iiuiður, og um langt skeið bjó kirkjusöngurinn að rödd og söng- hæfni dætra lians. Eg man eftir, að Friðbert Guðmundsson í Vatnadal gegndi þessu starfi og hefur líklega oft gert það um ævina, ef með þurfti. Á þessu límabili sungu allir í kórnum undir, en fált eða ekkert fólk frammi í kirkjunni. Á árunum 1888—90 var heimiliskennari í Bæ og víðar mað- llri sem hét Guðmundur og var Kjartansson. Hann hafði verið hennari í Bolungarvík. Hafði líka oft verið forsöngvari í Hóls- hirkju. Hann lagði sig eftir að læra sönglög og kenndi þau öðrum. Það voru víst mest sálmalög. Hann var því forsöngv- an hér, þegar hann var liér, og kom oft úr annari sveit til hess. Það voru kölluð ný lög, sem þá var farið að syngja. Hann stoð í kórnum við austurhlið og í hóp að baki hans þeir, sem hann hafði verið að kenna að syngja, og liefur þetta verið fyrsta myndun að söngflokk í kirkjunni, en hinum fækkaði, sem sungu úr sætum sínum. Fyrri hluta vetrar 1891 var lieimiliskennari á Stað maður, sem hét Álfur og var Magnússon. Hann var úr Utskálasókn á óarðsskaga. Hafði h ann verið þrjá vetur í Latínuskólanum í Reykjavík. Hann var lipurmenni og námsmaður mikill. Hann hafði verið í Holti hjá séra Janusi í eitt ár. Þar hafði hann yerið forsöngvari í kirkjunni og spilað á orgelið. Voru þó

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.