Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Side 46

Kirkjuritið - 01.12.1963, Side 46
KIRKJURITIÐ 476 5. Hinn 14. almenni kirkjufundur lieitir á alla þá íslendinga, sem nieta gildi kristins trúarlífs fyrir menningu þjóðarinnar, að efla Skálholtsstað með fyrirbænnm og gjöfum, svo kristin kirkja megi eiguast þar andlega orkulind og þjóðin menningar- lega gróðrarstöð. II. Um a&flutningsgjöld af orgelum lil kirkna var svohljóSandi ályktun samþykkt: Almennur kirkjufundur 1963 skorar á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því, að aftur verði lögfest í tollskrárlögum, lieim- ild til lianda fjármálaráðuneytinu að fella niður aðflutnings- gjöld af orgelum til kirkna. IlL.Utn útvarpsmessur var samþykkt eftirfarandi ályktun: Hinn almenni kirkjufundur, lialdinn í Reykjavík dagana 25. —26. október 1963, ályktar að æskilegt sé að útvarpa öðru livoru guðsþjónustum utan af landi frá ýmsum landshlutum, svo að útvarpshlustendur fái víðtækari kynni af kristnihaldi þjóðar- innar en verið liefur. IV. Um þjó&félagslega þjónustu (díakóníu) kirkjunnar var þessi álilsgerS samþykkt: Kirkjufundurinn felur komandi stjórn næsta fundar að kveðja til fimm manna nefnd til að flytja á næsta kirkjufundi ákveðnar tillögur um hvernig bezt sé að skipuleggja h'knarstörf safnaðanna innan kirkju vorrar, einkum þó með tillili til gamla fólksins og sjúklinganna. Ennfremur var samþykkt að vísa til biskups og Kirkjuráðs tillögu frú Jósefínu Helgadóttur um fjóra ferðai>resta til starfa, einn í hverjum landsfjórðungi, þar eð það er mikið mál og þarfnast mikils undirbúnings. Til sömu aðila var einnig vísað tillögu Jóns H. Þorbergssonar um könnun á kristnihaldi þjóð- arinnar, sem er víðtækt sóciólogiskt viðfangsefni. Jóhann Hannesson (sign.), ri tari undirbúningsnefndar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.