Kirkjuritið - 01.02.1966, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.02.1966, Blaðsíða 6
52 KIRKJURITIÐ En skanimt var liSið' á þingtímann, þegar það kom í 1 jós, að álitsgjörðir undirbúningsnefndanna, -— en um skipun þeirra liafði ráðuneyti páfa, kúrían, ráðið mestu, — voru alls ekki J samræmi við skoðanir þingmeirihlutans. Þingið tók allt aðra stefnu en nefndirnar liöfðu til stofnað. En það hefði vart get- að gerzt nema fyrir álirif og beina íhlutun Jóhannesar páfa og nánustu samstarfsmanna lians, svo sem Bea kardínála. Og þegar Páll páfi VI. tók við taumlialdinu og fékk það vanda- sama og ábyrgðarmikla hlutverk að stýra liinu nýbyrjaða þingi og leiða það til lykta, reyndist liann, þegar á allt er litið, rétt- ur maður til þess mikla lilutskiptis. Þegar þinginu lauk, urðu allir að viðurkenna, bæði kaþólskir menn og aðrir, að lieildarstefna þess liefði í meginatriðuiu orðið önnur en menn varði fyrirfram. Ef framlialdið verður svo sem þingið gefur tilefni til að vona, má telja, að tímamót séu orðin í sögu kaþólsku kirkjunnar, jafnvel aldahvörf. Það hefur verið sagt, að þingið tákni það, að tímabil gagnsiðbót- arinnar sé á enda. Svo mikið er víst, að margar ályktanir þess lýsa byltingu í viðhorfi. Þar má nefna afstöðuna til Heilagrar Ritningar, til trúfrelsis og til annarra kirkjudeilda. IV. I ágústmánuði í fyrra tók ég þátt í hátíðaliöldum í Svíþjóð í tilefni af því, að liðin voru 40 ár síðan hið alþjóðlega kirkju- þing var liáð í Stokkliólmi og Uppsölum árið 1925. Hinn mikli forgöngumaður þess var Söderblom, erkibiskup Svía. Styrjald- arárin fyrri liafði liann verið í stöðugu sambandi við kirkju- leiðtoga í ýmsum löndum í því skyni að örva vitund kirkj- unnar um alþjóðlegt eðli sitt og köllun og leita fyrir sér uD> möguleika á því, að kirkjan bæri sáttarorð á milli styrjaldar- aðilja. Hann átti ýmsa skoðanabræður og fylgismenn og lilaiit friðarverðlaun Nóhels að launum fyrir viðleitni sína, en til- raunirnar báru ekki sýnilegan árangur. Vorið og sumarið 1919 skrifaði Söderblom margar greinar í blöð og tímarit víðsvegar, þar sem liann livatti til þess, að stofnað væri „ekumeniskt kirkjuráð“, er gæti talað í nafni kristninnar allrar í sameigin- legum málum þjóða á sviði trúar og siðgæðis. Sú hugmynd átti langt í land. En stuðning hlaut hún. Patriarkinn í Kon- stantinópel ritaði árið 1920 opið hréf til allra kristinna manna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.