Kirkjuritið - 01.02.1966, Blaðsíða 18
Herbert Holm:
KRISTNIR ÁHRIFAMENN I
Nathan Söderblom
I ár er öld liðiu frá fæðingu Natlians Söderbloms. Hann fædd-
ist í Trönöprestakalli í Helsingjalandi og tveggja hæða prests-
setursliúsið, þar sem hann fyrst leit dagsins ljós 15. janúar 1866,
stendur enn við liliðina á fornu steinkirkjunni. Faðir hans
J óuas Söderhlom var þá prestur í Trönö, en varð kirkjuliirðir í
Bjuraker 1873, síðan í Halsingtuna og loks 1886 í Norrala. Ald-
arafmæli Söderhloms verður bæði lialdið liátíðlegt í átthögum
lians og í Uppsölum, og nafn lians ekki aðeins nefnt í ræðu og
riti í ættlandi lians lieldur víða um heim.
Enginn getur gert sér rétta grein fyrir ævi og starfi Söder-
hloms án þess að taka með í reikninginn trúararfinn, sem hanD
hafði að lieiman. Þar var iðkaður sannur guðsótti í heittrúar
anda. Var faðir lians fastmótaður af norðlenzkri vakningar-
kristni, næsta lögmálsbundinni í fyrstu, en síðar frjálslynd-
ari og fagnaðarríkari. Hann var maður viljasterkur og kröfu-
liarður bæði við sjálfan sig og aðra. Reis hann öndverður gegn
drykkjuskaparvenjum og ólifnaðarfargani í sóknum sínuni,
enda fékk liann að kenna á grýtingu og fleiru, sem eldlegir um-
bótamenn verða tíðast að þola. Börnum sínum veitti hann
strangt uppeldi og hélt þeim fast að vinnu. Meira að segja eftir
að Nathan liafði tekið stúdentspróf tuttugu ára gamall, varð
liann að sætta sig við að aka timbri úti í skógi í jólaleyfununi,
og tók þá sárt að geta ekki fremur setið við lestur í gamla-
testamenntisfræðum. Móðirin Sofía Blurne, af dönskum upp'
runa, var niild og kyrrlát og mýkti liörkuna á heimilinu. Þrátt
fyrir sérlvndi og hrjúfleika föðurins hafði Nathan miklar mæt-
ur á honum. Valdi liann fæðingardag lians 8. nóvember sem