Kirkjuritið - 01.02.1966, Blaðsíða 10
KIRKJURITIÐ
56
eftir því, að þeir kæmn sínum sjónarmiðum á framfæri. Reglu'
bundnir fundir voru haldnir með áheyrnarfulltrúum og stýrði
þeim sá ágæti maður, Jóhannes Willebrands, biskup, náinn
samstarfsmaður Bea kardínála. Þar voru umræður frjálslegar
og óþvingaðar og það er ekkert leyndarmál, að efnismeðferð
og orðalag ýmissa álitsgjörða þingsins tók breytingum í með-
förum vegna tillits til sjónarmiða, sem fram komu frá áheyrn-
arfulltrúum á þessum fundum.
VI.
Á síðustu setu þingsins voru áheyrnarfulltrúar og gestir um
bundrað talsins. En þingfulltrúar voru allir biskupar kaþólskn
kirkjunnar og nokkrir fleiri prelátar. Alls voru þeir um 2400.
Þingið fór fram í Péturskirkju og var kirkjan sérstaklega
búin til þinglialdsins, klædd tjöldum og liækkandi bekkjaröð-
um komið fyrir sitt hvoru megin, ásamt borðum. Bekkir og
borð voru búin rauðu klæði. Álieyrnarfulltrúar og gestir liöfðn
sæti á palli mjög nærri háborði þingforseta og sæti páfa.
Höfðu þeir liina ágætustu aðstöðu til að fylgjast með ölln-
sem fram fór. Hljómburður var hinn bezti og latínan -— en
allar umræður voru á latínu, svo og öll þinggögn — hljómaði
fagurlega undir livelfingum bins mikla musteris, einkum 1
mimni hinna snjallmæltu Itala, Frakka og Spánverja.
Ég dvaldist aðeins 8 daga í Róm og þinginu var að ljúka.
Bein kvnni mín af þingstörfum voru því næsta takmörkuð
en þó betri en engin. Ég fékk tækifæri til að sjá og heyra,
hvernig þingfundir fóru fram. En ekki var liitt minna virði,
að ég náði persónulegum fundi furðu margra á þessum stutta
tíma og gat rætt við þá nokkuð. Þar á meðal voru ýmsir
áheyrnarfulltrúar, grísk-orþodoxir, anglikanskir, lútherskir o-
fl., m. a. ábóti og prior mótmælendaklaustursins í Taizé a
Frakklandi, en það er ný og merkileg stofnun, er vekur vax-
andi atliygli í allri kristninni. Og ég fékk viðtal við Bea
kardínála, Willebrands biskups og Pál páfa. Auk þessa var ég
nætursakir í klaustrinu Casamari og skrapp dagstund til Assisi-
Um allt þetta naut ég frábærrar fyrirgreiðslu kaþólskra bræðra
íslenzkra, Jóliannesar biskups og einkum séra Alfons Mertens,
svo og erkibiskups kaþólskra á Norðurlöndum, dr. Bruno B-
Heim.