Kirkjuritið - 01.02.1966, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.02.1966, Blaðsíða 14
60 KIRK JURITIÐ búin vopnum og klæðum frá 15. öld. Sjálfum fannst mér, þar sem ég var þarna kominn í minni svörtu silkiliempu með pípukragann, að ég ætti lielzt heima í flokki liinna spænsku kammarherra páfans, en þeir eru einmitt í svörtum silkiklæð- um með pípukraga samkvæmt móði tignarmanna 16. aldar- En sem betur fór var mér ekki ruglað saman við þá herra- menn, enda kunna þeir betri skil á metcrðum sínum en svo, að þeir villist á torkennilegum, aðvífandi náungum, þótt aldrei nema þeir séu búnir að liætti 16. aldar manna. Þegar páfi var kominn fyrir altari liófst messan og látleysi hennar og einfaldleiki stakk mjög í stúf við það litauðga og margbrotna sjónarspil, sem blasti við augum. Ég hafði spurt sjálfan mig: Hvað verður um kjarnann í öllum þessurn um- búðum? Kjarninn sagði til sín, liinir kunnu liðir messunnar, að mestu lesnir, að nokkru sungnir. Og fyrir altarinu var ekki brúða í skrautsýningu, heldur maður, sein livarf inn í lilut- verk sitt, gaf sig bæn sinni og tilbeiðslu á vald, stóð einn fyrir Guði í lítillæti og lotningu syndugs manns, gagntekinn af því einu að mega tilbiðja liann og mikla hans náð. Álirifaríkt var það, er 6 drengir gengu til altaris, hver af sínu þjóðerni og liörundslit, og neyttn Iiins heilaga sakra- mentis sem fulltrúar fvrir álfur og þjóðir heims. Auk áheyrnarfulltrúa og gesta voru þarna opinherir sendi- rnenn 90 ríkja, ráðherrar og sendiherrar. Að lokinni messu flutti páfi ávarp á latínu úr hásæti sínu fyrir höfuðdyrum Péturskirkju. Hann ávarpaði „alla bræður í hiskupsemhætti og alla aðra um víða veröld“. Hann sneri sér einkum til þjáðra og sjúkra, til biskupa, sem gátu ekki verið nærstaddir sökum þess að þeim var synjað fararleyfis úr lönd- um sínum. „Kirkjan, auðmýktu bræður, er með yður og með yðar trúuðu hjörð', með öllum, sem deila kjörum yðar. Með yður sé einnig samvizka heimsins“. Hann beindi einnig kveðju til þeirra manna, „sem þekkja oss eigi, skilja oss eigi, kveðju, sem er rík af von en einnig rík af virðingu og kærleika. Það er ekki skilnaðarkveðja, lieldur kveðja vináttu, sem vara mun“- Á eftir ávarpi páfa var fluttur boðskapur þingsins til ýmissa stétta og skiptust kardínálar á um að flytja það mál. Á milli þátta gengu fulltrúar stéttanna fyrir páfa og þágu blessun lians. Þar áttu fulltrúa ríkisstjórnir, menntamenn, listamenn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.