Kirkjuritið - 01.02.1966, Blaðsíða 28
74
KIRKJURITIÐ
bar ábyrgð á þjónustunni (priest in cliarge). Þann veg var
liér raunar um einmenningsprestaköll að ræða.
Ég fullyrði í viðbót, að það séu beillavænlegri starfsliættir
innan kirkjunnar að tvær eða fleiri sóknir séu um eina kirkjn
en tveir eða fleiri prestar þjóni einni sókn.“
Engin andmæli við grein þessari liafa enn komið í blaðinu.
Bendir það til þess að Fougner sé ekki einn um sína skoðun.
Spurning
Sé litið til fyrri tíða sést, að vér liöfum búið við mikið góðæri
frá 1920. Síðan befur bafísinn aldrei verið landfastur nokkuð
að ráði, flestir vetur verið sem áfellalítið liaust, vorin að vísu
oft köld.
Samt ber það oft á góma, að gaman verði þegar veðurfræð-
ingarnir fari að liafa fullt vald á veðrinu og geta látið rigna 0?
skína á þá, og þar, sem þeir vilja.
En í sambandi við þessar og þvílíkar framfarir og öll undur
tækninnar, skýtur þeirri spurningu upp í mörgum liugum uni
víða veröld, livort mennirnir séu þeim vanda vaxnir að 11 afa
náttúruöflin að miklu leyti í liendi sinni. Óvitum vilja engir fá
liníf, bvað þá skaðræðisvopn. Þess vegna vekur það ugg um all-
ar jarðir livað kjarnorkusprengjurnar brúgast meira og meira
upp og æ víðar. Enginn treystir öðrum að gæta þeirra. Talað
uin afnám allra kjarnorkuvopna, en allir vita að það dregst-
Hugsanlegt er að eittbvað gangi líka úrskeiðis, þegar farið
er að stjórna veðrinu. Ekki ósennilegt að seint gangi þá seiu
oftar, að gera öllum til liæfis og að það, sem vinnst á einuiu
stað valdi tjóni á öðrum.
Séra Mattbías kvað einu sinni:
Svo vitur enginn verða mun á láði,
að vita betra en segja: Drottinn ráði.
Ekkert er fjær lagi en að ég minni á þetta til þess að leggj'
ast gegn því að mennirnir geri það, sem þeir geta á sviði vís-
inda og þekkingar.
Hitt er mér í liug, sem fleiri ætla, að það eitt muni leiða til
farsældar, sem unnið er í samstarfi við góðan Guð. Með öðruiu
orðum: Beita þarf náttúruöflunum í þær áttir og að þeim
markmiðum sem bezt eru. Ég tel óefað, að það bafi alltaf ver-