Kirkjuritið - 01.02.1966, Blaðsíða 8
54
KIRKJURITIÐ
frá þeim þjóðiim, sem enn voru gagnsýrðar af því liatri og
tortryggni innbyrðis, sem styrjöldin olli — komn saman 1
Stokkbólmi. Allar liinar meiri deildir kristninnar áttu þar
fulltrúa — nema rómverska kirkjan.
Ég las að' nýju í suniar bréf páfans þáverandi til Söderblonis?
þar sem páfi svaraði boðinu um þátttöku. Það var kuldalegt
afsvar: Hin kaþólska kirkja viðurkennir ekki tilverurétt ano-
arra kirkjudeilda, lítur ekki á þær sem greinar á kirkju Krists,
kristin einingarviðleitni og samstarf er frá kaþólsku sjónar-
miði með því einu móti bugsanlegt, að þeir, sem liafa villz*
frá móðurkirkjunni, binni einu sönnu kirkju, liverfi þangað
aftur og beygi sig undir liennar vald.
Þelta var andi bréfsins. Og páfi lét sér ekki nægja þetta svar.
Hann reit liirðisbréf, þar sem hann fór þunguni orðum 111»
þessar tiltektir villumanna og varaði lijörð sína við þeim-
Söderblom svaraði með bók á þýzku og kennir þar mikils sárs-
auka yfir þessum viðbrögðum páfa.
Stokkhólms-þingið markar þáttaskil og tímamót í sögu kirkj-
unnar. Það rauf liina andlegu einangrun kristinna manna og
lagði grunn að samstarfi á víðum grunni í trúnaði og einlægni-
Hin ekumeniska breyfing var orðin áþreifanlegur verideiki-
Hún fór af stað í tveimur kvíslum aðgreindum. Onnur hlaut
nafnið „Life and work“ (Líf og starf) og einbeitti sér að þvi
að gera kristin mið virkari í þjóðlífi nútímans. Heimsþingið
í Oxford 1937 á vegum „Life and work“ gerði ályktanir í efn-
um, sem þá voru sérstaklega tímabær í stjórnmálum og þróuo
alþjóðlegra samskipta. Þar lieyrðist rödd almennrar kristm
skýr og ótvíræð. En Róm var ekki með.
Hin greinin, „Faitli and order“ (Trú og skipulag) einbeitti
sér að sameiginlegri rannsókn kenningarlegra ágreiningsefní*
og mismunar í skipulagi. Á vegum liennar voru lialdin þing 1
Lausanne 1927 og í Edinborg 1937. Róm var heldur ekki nieð
í þessu samstarfi.
Þessar tvær greinar unnu hlið við lilið. Þær sameinuðust
með stofnun Alkirkjuráðsins á heimsþinginu í AmsterdaiU
1948. Hugmynd Söderbloms urn ekmnenískt kirkjuráð var þar
með orðin veruleiki. Aðild að Alkirkjuráðinu eiga 214 kirkj-
ur. En Róm stóð álengdar, lengstum með sörnu opinbera af-
stöðu og lýsti sér í páfabréfinu frá 1925.
J