Kirkjuritið - 01.01.1968, Síða 12

Kirkjuritið - 01.01.1968, Síða 12
Laufey SigurSardóUir frá Torfufelli: Fyrir Guð, fyrir föðurlandið Erindi flutt í Akureyrarkirkju 9. marz 1967. Hvert er ferðinni heitið? Hvert ætlarðu? Um það er oft spurt og liefur verið á liðnum árum og öld- um því leit mannsins og ferðaþrá er orðin æði gömul, liún er fylgja mannkynsins, er á sér mörg stefnumörk og óteljandi leiðir, hún geymir fyrirlieitið, vonina að finna, sjá og skilja. Haldið verður áfram að spyrja livert ferðinni sé lieitið? ferðavettvangurinn stækkar og innan tíðar verða það lieimar og geimar auk jarðarkringlunnar. Öll erum við á ferð um Miklubraut mannlífsins, liún er vandrötuS þar eru margvísleg samskipti, margar umferðar- truflanir, nokkrir fara leiðar sinnar án þess að liorfa í kringum sig, án þess að gefa gaurn að því, sem fram fer, þeir þurfa að flýta sér, mega ekki vera að óþarfatöfum. En flestir, ef ekki allir, verða þó að staldra við annað slagið, það er lífið sjálft, er krefst þess. Lífið, þetta sambland af illu og góðu, öfgum og rósemi, fegurð og viðbjóði, birtu og skuggum, auðsliyggju og lijálpsemi, valdafíkn og lítillæti, þessu öllu og ótal fleiru mætum við á lífsleiðinni, á leiðinni um Miklubraut. Hér áður þegar börn fóru úr föðurgarði báðu foreldrarnir Guð að fylgja börnum sínum, þannig var gestum og gangandi beðið fararheilla. Þegar sjómenn ýttu bát úr vör voru síðustu orðin: GuS fylgi ykkur. Þessi þrjú bænarorð voru þrungin krafti trúaðs fólks, fólks er vissi að enginn maður livað vel, sem hann er gerður og vel að heiman búinn af veraldar gæð- um, kemst af án GuSs. Fyrir skömmu var ungur maður að fara að heiman til náms erlendis. Þegar liann kvaddi konu er stóð honum nærri, baS

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.