Kirkjuritið - 01.01.1968, Side 13
KIRKJUHITIÐ
7
hún GuS að vera ineð lionum. Unga manninum fannst þetta
atliyglisverð kveðja og varð glaður, hann fann styrk í fyrir-
bæninni. Þá var sagt við liann. Nú segjum við bara góða ferð,
bitt er úrelt. Ég spyr er nokkur góð ferð farin nema Guð sé
tneð, nema liann vísi veginn?
Eyjafjörður hlasir við sjónum okkar alla daga, liann er
lieimur lífs og ljóss og greiðfær leið í sumarblíðu.
En enginn skipstjóri myndi í dimmviðri sigla út eða inn
Eyjafjörö nema eftir ratsjá. Yið komumst ekki leiðar okkar
nema með GuSshjálp fyrir lians kraft og náð og eftir leiðsögn
góðra og viturra manna.
Islenzku þjóðinni hefur hlotnast sú gæfa að eiga marga
andlega leiðtoga er varða leiðirnar frarn lijá ófærugjánum,
þörfin er mikil fyrir Vökumenn. I fámennu þjóðfélagi varðar
líf og hamingja einstaklingsins miklu, fyrir lieildina. Okkur
varðar um minnsta hróSurinn og systurina vegna okkar, vegna
GuSs.
Hvert er ferðinni lieitið? Margur mun liugsa að óþarfi sé
að spyrja sjaldan liafi fólki liðið betur, nóg sé af nesti og
nýjum skóm og fögrum veizluklæðum, drykkjarföng aldrei
nieiri, svo jafnvel vatn úr Gvendarbrunnum sé ekki eins
nauðsynlegt og áður.
Á árinu sem leið var selt vín fyrir 525 milljónir.
Með hvaða tölu skyldi þurfa að margfalda þá uppliæð ef
öll kurl kæmu til grafar allar þær veigar er komu til lands-
ins eftir öðrum leiðum? Eigi veit ég livað sá reikningur yrði
hár, en liitt er víst að enginn reikningsheili getur reiknað allt
það tjón er af ofdrykkju leiddi á liðnu ári.
Öll slysin og óhöppin, mannslífin, heimilisböliS, harmana
og tárin, slíkt verður aldrei metið, tjónið er stærra en svo.
Það er þyngra en tárum taki. En þetta verðum við að liorf-
ast í augu viS, og taka afstöSu til bœSi þú og ég.
Sá Guð er skóp oss ábyrgð vits og vilja. Hann virðir trúar-
þor að sanna og skilja. Þjóðin verður að skilja og trúin á
Guð er eina bjargráðið. Kirkjan á enn sem fyrr sterka menn
og sanntrúaða er vísa veg trúar og siðgæðis, en eigum við
ekki öll að lijálpa til að skapa svo sterkt ahnenningsálit gegn
þessum voða að þjóðin nái réttum áttum á Stórasandi ógœf-
unnar.