Kirkjuritið - 01.01.1968, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.01.1968, Qupperneq 28
22 KIRKJURITIÐ ingum og illmælum, ef þú réttir liinum liungraða brauð' þitt og seður þann, sem bágt á . . . þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðja þig, þótt þú sért staddur á vatnslausum stöðum . .. og þá munt þú verða sem vökvaður aldingarður og sem upp- sprettulind, sem aldrei þrýtur .. . Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum mínum, þá mundi friður þinn verða sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávar- ins.“ (Jesaja). Þessar leiðarstjörnur eru ófölnaðar. Við erum of fáir til að vera sundurlyndir, Islendingar. Með sambug og réttlæti munum við vinna friðinn og búa við gnægtir ef ekki verður á okkur níðst af öðrum þjóðum, sem Guð forði. Hvers vegna? Skömmu fyrir jólin var viðtal í einu dagblaðinu við stúlku, sem stundar nám í 4. bekk Verzlunarskóla Islands. Þar stóð meðal annars: — Væri kennsla í kynferðismálum í skólum æskileg? — Já, ég lield að meðal ungs fólks megi sjá afleiðingar fákunnáttu og skilningsleysis í þeim efnum. — Er æskan í dag trúuð? — Nei, það lield ég ekki. En ef áreynir leita margir stuðn- ings í trúnni. — Sýnist þér kirkjan koma til móts við ungt fólk? — Enginn talar um trúmál og það sækir enginn kirkjur. Sjálfsagt gæti þjóðkirkjan haldið mót og staðið fyrir lieil- brigðum skemmtunum um belgar. Ég lirökk ofurlítið við er ég las þetta. Orðin: „enginn talar um trúmál“ komu illa við mig. Það fólst enginn kvörtun í þeim. Þetta var sjálfgefið. Hitt var eins gefið að æskilegt væri að taka upp kennslu í kynferðismálunum í skólunum. Enda vitað að þau mál eru mikið á dagskrá. Um þau er talað. Mig befð'i ekki undrað þótt þetta liefði verið liermt úr blaði austan járntjalds. Svo er að skilja að þar liafi áratug- um saman verið unnið að því að venja menn af því að tala um trúmál. Og þótt dóttir Stalíns liafi lmeigst til trúar mun það vera aðeins ein af undantekningunum. Mér finnst heimsku-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.