Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 30
24
KIHKJUItlTIÐ
Clement Attlee
lézt í október síðastliðnum í hárri elli. Hann var lieimskunnur
sem forystumaður enskra jafnaðarmanna, sá sem þjóðin trevsti
betur til foryztu en þjóðardýrðlingnum Churchill að lieims-
styrjöldinni lokinni. Hér fara á eftir meginpóstar úr minn-
ingargrein ritaðri af enskum þingmanni, sir Eric Fletcher í
lauslegri þýðingu endursagðri (C. T. 13. okt. 1967)
„Það er liugleiðingarvert livaða hlutdeild kristilegt uppeldi
og síðar tengslin við hiskupakirkjuna, áttu í þeim mikla skerf
sem Attlee lávarður lagði til opinherra mála og stjórnmála-
lífsins.
Meðal liöfuðeinkenna hans voru frábær lieiðarleiki, heil-
lvndi og vammleysi. . .
Enginn forsætisráðherra á þessari öld hefur fléttað jafn
fast saman kristna sannfæringu og stjórnmálaskoðanir sínar
og t. d. Gladstone á öldinni, sem leið. Slíkt er ekki lengur í
móð. En ég er ekki í minnsta vafa um, að þótt Attlee lávarð-
ur vildi manna sízt flíka sinni kristnu sannfæringu, hafði liún
grundvallandi og varanleg álirif á alla stjórnmálastefnu lians
og átti þátt í að gjöra hann einn af vitrustu forsætisráðherr-
um síðustu tírna ...
Endalausar trúariðkanir vöklu Attlee sem fleirum jafnöldr-
um hans vissan leiða. Hann var þess vegna síðar andsnúinn
guðfræðilegum kennisetningum og ókirkjulegur öðrum þræði.
En hann drakk í sig kristnar siðgæðishugmyndir með móður-
mjólkinni og erfði óbifanlega skyldutilfinningu frá foreldrum
sínum, sein mótaði allt lians líf. Árið 1905, þegar Attlee var
22 ára og að hefja lögfræðistörf kynntist liann eymdinni í
fátækrahverfum Lundúna. Og þá varð honum ljóst sakir upp-
eldis síns og gagnrýna atliugun, að kristindómurinn felst ekki
aðeins í guðfræðilegum rökræðum né iðkun helgisiða. Kristn-
um hugsjónum fvlgir krafan um framkvæmd . . .
Honum var einnig ljóst að samkeppni og einkahagnaður
eru þjóðfélaginu ekki jafn lieillarík og margir telja. Hann
hefur sjálfur lýst því hvers vegna liann gekk í hina svokölluðu
róttæku fylkingu: „Ég snerist ekki sakir rökvísi Karls Marx . . .
Flestir okkar urðu fyrst jafnaðarmenn með hjartanu, síðar
heilanum. Þannig var mér farið,‘4