Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 30
24 KIHKJUItlTIÐ Clement Attlee lézt í október síðastliðnum í hárri elli. Hann var lieimskunnur sem forystumaður enskra jafnaðarmanna, sá sem þjóðin trevsti betur til foryztu en þjóðardýrðlingnum Churchill að lieims- styrjöldinni lokinni. Hér fara á eftir meginpóstar úr minn- ingargrein ritaðri af enskum þingmanni, sir Eric Fletcher í lauslegri þýðingu endursagðri (C. T. 13. okt. 1967) „Það er liugleiðingarvert livaða hlutdeild kristilegt uppeldi og síðar tengslin við hiskupakirkjuna, áttu í þeim mikla skerf sem Attlee lávarður lagði til opinherra mála og stjórnmála- lífsins. Meðal liöfuðeinkenna hans voru frábær lieiðarleiki, heil- lvndi og vammleysi. . . Enginn forsætisráðherra á þessari öld hefur fléttað jafn fast saman kristna sannfæringu og stjórnmálaskoðanir sínar og t. d. Gladstone á öldinni, sem leið. Slíkt er ekki lengur í móð. En ég er ekki í minnsta vafa um, að þótt Attlee lávarð- ur vildi manna sízt flíka sinni kristnu sannfæringu, hafði liún grundvallandi og varanleg álirif á alla stjórnmálastefnu lians og átti þátt í að gjöra hann einn af vitrustu forsætisráðherr- um síðustu tírna ... Endalausar trúariðkanir vöklu Attlee sem fleirum jafnöldr- um hans vissan leiða. Hann var þess vegna síðar andsnúinn guðfræðilegum kennisetningum og ókirkjulegur öðrum þræði. En hann drakk í sig kristnar siðgæðishugmyndir með móður- mjólkinni og erfði óbifanlega skyldutilfinningu frá foreldrum sínum, sein mótaði allt lians líf. Árið 1905, þegar Attlee var 22 ára og að hefja lögfræðistörf kynntist liann eymdinni í fátækrahverfum Lundúna. Og þá varð honum ljóst sakir upp- eldis síns og gagnrýna atliugun, að kristindómurinn felst ekki aðeins í guðfræðilegum rökræðum né iðkun helgisiða. Kristn- um hugsjónum fvlgir krafan um framkvæmd . . . Honum var einnig ljóst að samkeppni og einkahagnaður eru þjóðfélaginu ekki jafn lieillarík og margir telja. Hann hefur sjálfur lýst því hvers vegna liann gekk í hina svokölluðu róttæku fylkingu: „Ég snerist ekki sakir rökvísi Karls Marx . . . Flestir okkar urðu fyrst jafnaðarmenn með hjartanu, síðar heilanum. Þannig var mér farið,‘4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.