Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.01.1968, Blaðsíða 31
KIRKJUIUTIÐ 25 Hvorki í ráðuneyti Cliurchills né sem forsætisráð'herra jafn- aðarmannastjórnarinnar eftir slyrjöldina aflaði Clement Attlee sér þjóðfylgis með snilli sinni lieldur óbrigðulu lieillyndi. Enginn heppnismaður í pólitík gat verið lausari við klækja- brögð. H ann sló aldrei á nokkra mælskustrengi, né sveipaði sig neinni helgiskykkju heldur sneri sér strax að kjarna máls- ins. Og greindi alltaf satt frá sora. Bjargföst sannfæring um iivað væri rétt og satt ruddi hon- uni brautina. Ljós tilfinningin fvrir raunverulegu gildi alls sem um var að ræða skóp honum hugarstyrk. Hann knésetti ekki andstæðinga sína með lagakrókum eða mælskuflaumi, heldiir hláttáfram heilbrigðri skynsemi sem studdist við óhagganlegar grundvallarskoðanir skýrlega framsettar. Hann var lifandi staðfesting þessa spakmælis Poloniusar: „Vertu sjálfum þér trúr og af því leiðir að eins og dagur fylgir nóttu getur þú ekki verið nokkrum öðrum manni ótrúr.“ Ri'ezkur almenningur sannfærðist um, að livað sem því öllu leið, sem lionuni var áfátt, var hann stjórnmálamaður, er nnnt var að treysta og virða . . . Clement Attlee hraus hugur við járnkaldri efnishyggju Marxista og kommúnista. 1 liuga lians var jafnaðarmennskan í framkvæmd og dýpsta skilningi ávöxtur þess kristna sið- S>eðisanda, sem var knýjandi afl í lífi hans sjálfs.“ öllum kirkjum og musterum hefur veriS lokaS í Albaníu bréttaritari Church Times staðfestir þetta eftir að liafa ferð- ast til landsins fyrir skömmu síðan. All margir kaþólskir nienn voru í landinu. Síðustu kirkju þeirra mun liafa verið lokað í september síðastliðnum. 1 höfuðborginni, Tirana, stóð stakur kirkjuturn, krosslaus en prýddur rauðri stjörnu við l'öfuðtorgið í nánd við menningarhöllina. Kirkjur í borgum °g sveitum liggja flestar í rústum, en stöku eru notaðar til íbúðar. Albanir töldust flestir að vísu Múliameðstrúar, en musteri heirra liafa sætt sörnu örlögum. Einu þeirra, miklu listasmíði frá 16. öld er þó þyrmt sem minjagrip og opið sem safnliús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.