Kirkjuritið - 01.01.1968, Síða 33

Kirkjuritið - 01.01.1968, Síða 33
Skúli Helf'ason, frœSimaður: Hilaríus prestur Illugason, Mosfelli Hann var fædtlur að' Ofanleiti í Vestmannaeyjum 1735, son- l,r Illuga prests Jónssonar, er síðast var í Hruna í Árnessýslu °g konu lians Sigríðar Fransdóttur prests í Hruna. Hilaríus varð stúdent úr Skálholtsskóla 19 ára gamall árið ^754. Vígðist aðstoðarprestur séra Hafliða Bergsveinssonar í Hrepphól um, fékk Mosfell í Grímsnesi 1762, lét þar af prest- skap 1799, en dvaldi þar til æviloka 1802. Á Mosfelli sat liann bví rétt 40 ár. Séra Hilaríus var tvíkvæntur. Fyrri kona (1761) var Gróa ^jarnadóttir talin ættuð úr Reykholtsdal. Hún lézt að Mosfelli ^85, 62 ára, áttu þau eitt barn, er andaðist nýfætt. Seinni kona var Margrét, dóttir síra Kolbeins Þorsteinssonar „latínu- skálds“ í Miðdal. Voru þ au séra Hilaríus og Margrét gefin sanian í lijónaband að Mosfelli 10. júní 1790, var liann þá ára en hún 29 ára Þau lijón voru barnlaus. Eftir lát séra Hilaríusar giftist Margrét Kolbeinsdóttir aftur. Gekk hún þá að eiga séra Jón Jónsson í Klausturhólum, er sakir krafta og ^arlniennsku var oft nefndur „séra Jón stálliönd.“ Hann var faðir séra Jóns að Mosfelli en síðast að Hofi í Vopnafirði (d. 1898). Hilaríus prestur var talinn fjölgáfaður og vel menntaður Hiaður á sinni tíð. Unni bóklegum fræðum og kenndi mörgum piltinuni undir skóla og talinn afbragðs fræðari. Þá stundaði >ann allmikið lækningar, var oft sóttur í sjúkratilfellum, ekki aðeins í prestakalli sínu heldur einnig út fyrir það. Þóttu

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.