Kirkjuritið - 01.01.1968, Side 54
KIIÍ KJ UR ITIÐ
48
Héraðsfundur N.-Isafjarðarprófastsdœniis haldinn á ísafirði 5. nóv. 1967
telur fráleitt að niður verði felldar greiðslur fyrir aukaverk presta og telur
sig þess ekki umkominn að gera tillögur um breytingar á því fyrirkomu-
lagi, er gilt hefur í þessu efni. Var þessi tillaga samþykkt með samhljóða
atkvæðum.
Þá koin enn fram svohljóðandi tiilaga frá séra Þorbergi: Héraðsfundur
N.-ísafjarðarprófastsdæmis lialdinn á Isafirði 5. nóv. 1967 skorar á þing-
menn Vestfjarðakjördæmis að beita sér fyrir því, að mál þau, sem kirkju-
þing afgreiðir til alþingis, fái þar þinglega meðferð og afgreiðslu. Var
sú tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum.
I lok fundar þakkaði prófastur fundarmönnum komuna og fundarstörf-
in og óskaði þeim góðrar heimferðar og allra lieilla.
Að loknum fundi sátu fundarmenn kvöldverðarboð sóknarnefndar Isa-
fjarðarkirkju.
LeiSrétting
Greinina í tleseinberhefti Kirkjuritsins um kirkju ísl. landnem-
anna á Grænlandi og niðja þeirra skrifaði ég í önnum og sagði,
að örlög ungu hjónanna, sem vígð voru í Hvalseyjarkirkju í
sept. 1408 myndi erfitt að ráða.
Eftir að Kirkjuritið kom til kaupenda með þessa grein,
gerði mér fróður maður og ágætur, Þorsteinn Þorsteinsson f.
hagstofustj. þann greiða að benda mér á, að örlög þessara
lijóna væru nokkuð kunn, enda brúðhjónin af íslenzkum liöfð-
ingjaættum. Þorsteinn Ólafsson og Sigríður Björnsdóttir bjuggu
til æviloka á ökrum í Blönduldíð og urðu foreldrar Akra-
Kristínar. En frá henni eru miklar ættir komnar, eins og
kunnugt er.
Þorsteinn Ólafsson var lögmaður sunnan og austan á íslandi.
Akrar voru föðurleifð konu hans.
Sjálfsagt hafa margir Islendingar, sem ekki eru sögur af
komið til Grænlands langt fram á 15. iild.
Jón AuSuns.
KIRKJURITIÐ 34. árg. — 1. hefti — janúar 1968
Tímarit gefiS út af Prestafélagi íslands. Kemur út 10 sinnum á ári. Verð kr. 200 árg.
Ritstjóri: Gunnar Árnason.
Ritnefnd: Bjarni Sigurðsson, Heimir Steinsson,
Pétur Sigurgeirsson, Sigurður Kristjánsson.
Afgreiðslu annast Ragnhildur ísaksdóttir, Hagamel 43
Sími 17601.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.