Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Page 45

Kirkjuritið - 01.11.1970, Page 45
KIItKJURITIÐ 427 sem leitar æ lengra inn í myrkvið lífsgátunnar og rekur sund- Ue lögmál og flækjur erfiðra viðfangsefna. Hinn þriðji, Velbergklifrandi, stefnir sífellt liærra og lengra 1 fjöll hugsjóna og framfara og lætur ekkert aftra sér, unz tindinum er náð. Hinn fjórði, Velhöggvandi, lieggur af einstaklingum og þjóð- Um fjötra kúgunar og lasta og gefur frelsi og fögnuð hins skapandi máttar í mannssál liverri. En Vellialdandi gefur festu og öryggi með því að halda fast við hugsjónir sannleika og réttlætis og lætur engan ótta né blekkingar hrekja sig af verði drengskapar og dáða. Þannig hjálpast þeir allir að líkt og fingur sömu handar að skapa þann heim fullkomnunar og farsældar, friðar og nryggis, jafnvel í liverri einstakri mannssál, sem Kristur sagði uni: ,,Guðs ríki er hið innra í yður, verið því fullkomnir eins °g Faðir yðar á liimnum er fullkominn.“ Leitið fyrst ríkis lians, réttlætis, friðar og fagnaðar, þá mun allt annað veitast yður. Þannig verður kirkjan á vegi liins unga manns, veitir hon- eða lienni verkefni og takmark í fylgd með honum, sem a'ðstur átti spor við tímans sjá. Þaimig helgar fermingarharnið lionum fylgd sína með orð- unum: «Ég vil leitast við af freinsta megni að hafa frelsara vorn Jesúm Krist að leiðtoga lífs míns.“

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.