Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.11.1970, Blaðsíða 40
KIRKJURITIÐ 422 þýðir, að liversu margvíslegar livatir, langanir, óskir og til- finningar, sem búa og vaka bak við öll þessi geislandi augu, þá verður eittlivað að vera handa öllum, og þannig útbiiið, að þau geti og vilji eignast það og tileinka sér það, sem sagt er og gert. Hvað á að segja og hvernig þarf það að vera sett fram lianda öllum þessum ungu sálum, sem eiga svo stutt a milli gráts og gleði, ábyrgðar og kæruleysis, ástar og liaturs i vitund sinni. Sé presturinn hlutverki sínu vaxinn, veit bann að kristinn dómur sá, sem venjulega er nefndur fermingarundirbúningur, er ekki námsgrein á sama hátt og danska eða reikningur. Samt veit presturinn, að liann á að kenna, kenna mikið og vel á stuttum tíma. „En er þetta ekki allt saman óskhyggja „bluff“ og vitleysa? ' liugsa margir. Væri ekki bezt að leggja þennan sið niður? Þannig getur jafnvel presturinn sjálfur liugsað, þegar við- fangsefnið breiðir úr sér og vex honum í augum. Og hann lítur í kringum sig eftir bókum og lijálpargögnum, en ekkert nægir, og oftast verður lítt til fanga. Flestir guðfræðinemar liafa skráð kristinn dóm á bækm'- Raunar allir, nema einn -— sjálfur höfundur lians. Hann skrifaði ekki bækur. Hann vissi, að hann yrði naum- ast skráður að gagni nema á bók lijartans, með andlegmn álirifum lifandi og vakandi tilfinninga. Hann er ekki námsgrein — en samt námsgrein námsgrein- anna og liefur álirif á þær allar, ef rétt er að farið. Sá unglingur, sem liefur tileinkað sér anda og kraft kristins dóms sem helgidóms stendur öðruvísi að starfi við livað sem er, hefur bókstaflega ákveðna lífsskoðun og stefnu, sem mótar öll lians viðfangsefni og afstöðu lians til þeirra. Það mætti líkja þessu við áttavita eða biðljós á vandasamri leið. Slíkur námsárangur væri því fjarri sanni í nokkurri annarn námsgrein. Það er andi Krists, sem kraftaverkið gjörir í sál ungmenn- isins. Trúin, sem eflist og göfgast við undirbúning fermingai' er ekki sérstök skoðun eða játning. Hún er tilfinning hlið- stæð ástinni. Og þess vegna getur bún tileinkað sér eilíf og sígild lífsverðmæti á nokkrum andartökum, ef svo mætti segja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.