Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Page 40

Kirkjuritið - 01.11.1970, Page 40
KIRKJURITIÐ 422 þýðir, að liversu margvíslegar livatir, langanir, óskir og til- finningar, sem búa og vaka bak við öll þessi geislandi augu, þá verður eittlivað að vera handa öllum, og þannig útbiiið, að þau geti og vilji eignast það og tileinka sér það, sem sagt er og gert. Hvað á að segja og hvernig þarf það að vera sett fram lianda öllum þessum ungu sálum, sem eiga svo stutt a milli gráts og gleði, ábyrgðar og kæruleysis, ástar og liaturs i vitund sinni. Sé presturinn hlutverki sínu vaxinn, veit bann að kristinn dómur sá, sem venjulega er nefndur fermingarundirbúningur, er ekki námsgrein á sama hátt og danska eða reikningur. Samt veit presturinn, að liann á að kenna, kenna mikið og vel á stuttum tíma. „En er þetta ekki allt saman óskhyggja „bluff“ og vitleysa? ' liugsa margir. Væri ekki bezt að leggja þennan sið niður? Þannig getur jafnvel presturinn sjálfur liugsað, þegar við- fangsefnið breiðir úr sér og vex honum í augum. Og hann lítur í kringum sig eftir bókum og lijálpargögnum, en ekkert nægir, og oftast verður lítt til fanga. Flestir guðfræðinemar liafa skráð kristinn dóm á bækm'- Raunar allir, nema einn -— sjálfur höfundur lians. Hann skrifaði ekki bækur. Hann vissi, að hann yrði naum- ast skráður að gagni nema á bók lijartans, með andlegmn álirifum lifandi og vakandi tilfinninga. Hann er ekki námsgrein — en samt námsgrein námsgrein- anna og liefur álirif á þær allar, ef rétt er að farið. Sá unglingur, sem liefur tileinkað sér anda og kraft kristins dóms sem helgidóms stendur öðruvísi að starfi við livað sem er, hefur bókstaflega ákveðna lífsskoðun og stefnu, sem mótar öll lians viðfangsefni og afstöðu lians til þeirra. Það mætti líkja þessu við áttavita eða biðljós á vandasamri leið. Slíkur námsárangur væri því fjarri sanni í nokkurri annarn námsgrein. Það er andi Krists, sem kraftaverkið gjörir í sál ungmenn- isins. Trúin, sem eflist og göfgast við undirbúning fermingai' er ekki sérstök skoðun eða játning. Hún er tilfinning hlið- stæð ástinni. Og þess vegna getur bún tileinkað sér eilíf og sígild lífsverðmæti á nokkrum andartökum, ef svo mætti segja-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.