Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Side 14

Kirkjuritið - 01.11.1970, Side 14
KIRKJURITIÐ 396 aða liús liafði yfir að ráða. Myudir voru málaðar bæði á veggi og hvelfingu. — Veggmyndimar voru eftir ýmsa mikla meist- ara, og sýndu atriði úr Biblíunni. En þakið og veggurinn yfir altarinu sýna málverk Michelangelós, og sagt er að það liafi gengið nærri lífi hans á gamals aldri að liggja í hengi- rúmi við að teikna og mála þessi snildarverk. Sitt livoru megin á hinni löngu þakhvelfingu mátti líta myndir af spa- mönnum og spákonum, er uppi höfðu verið fyrir Krists daga. Ennfremur myndir af ýmsum atriðum úr fyrstu Mósebók. Eftir miðju loftinu era myndir af nokkmm þáttum sköpunar- innar, en veggurinn yfir altarinu er ein geysilega mikil mynd af liinum efsta dómi. Allar þessar myndir fela í sjer óteljandi fjölda smærri mynda af einstaklingum eða hópum, — jafnvel einstakar ásjónur, eða líkamshlutar geta átt sjer slíkt innihald, að örðugt er að lýsa. Hver gleymir svip hins nýskapaða manns, eða því, þegar liönd mannsins og hönd Guðs em út rjettar livor til móts við aðra, og þó stutt hil á milli? Eða hinu stór- kostlega sviði, þegar æðsti dómarinn er umkringdur af hmu ólíkasta fólki, sem bíður dóins síns með spurn, auðmýkt eð'a ákefð í augum? Eða hinni óræðu og þögulu kvöl mannsins, sem lieldur höndinni fyrir liálft andlitið, grafkyrr, meðan liann bíður þess að vera ferjaður til heljar. Efst em lofsyngj" andi englar liiminsins, neðst em ferjumaðurinn Karon og löggjafi dánarlieima, Mínos, báðir úr hinni grísku goðafræði- Listaverk liinnar sixtínsku kapellu knýja hvem skynsainau mann til að standa andspænis boðskap kirkjunnar um sjálfa'1 sig og afstöðu sína til alheimsins. Þú ert skapaður af góðuin guði. Þú ert elskaður af guði, sem í atburðum mannlífsulS hefir opinberað vilja sinn og hjálpræði sitt. En þú stendur undir dómi og hlýtur að taka afleiðingunum af því, hvort llU þjónar guði eða vinnur gegn vilja lians. Enginn, sem hefir staðið frammi fyrir dómsdagsmynd Miclielangelós getur koP1" ist framhjá þeirri hugsun, að hann og allir menn sjeu undir dómi guðs. Það getur vel verið, að þú viljir túlka liugmyndir þínar öðmvísi en kirkjan hefir gert. Þegar nútímamaðurin11 ræðir um styrjaldir og atómorku, svo að dæmi sje tekið, dylst engum, að framundan eru í þeim efnum aðeins tveir vegir’ friðarvegur eða tortíming. En dómsdagsmynd Michelang<?i°s boðar, að hin innri rök rjettlætisins í tilverunni grundvall*1'1

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.