Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1970, Side 46

Kirkjuritið - 01.11.1970, Side 46
Pétur Sif'urgeirsson, vígslubistcup: Eitt orð Það er göfugs manns einkenni aS vera þakklátur, og láta þakklæti sitt í ljós við Guð og menn. Sú kristilega dyggð viH gleymast lijá okkur, og það er ekki fráleitt, að nú sem áður gildi hlutfallið 9 á móti 1, líkt og það var á dögum liinna tíu líkþráu, er einn þeirra sneri aftur til að þakka fyrir sig, og hann var auk þess útlendingur. Þegar talað er uni þessa sjálfsögðu dyggð og við minnt a, að gefa Guði dýrðina, dettur mér í liug enski togaraskipstjór- inn, sem kom til guðsþjónustu í Akureyrarkirkju óveðurs- daginn, 4. sunnudag eftir þrettánda 30. janúar 1966. Það var sérstæð mesugjörð þann daginn vegna illveðursins og búist við, að ekki yrði messað, enda voru fjórir kirkjugestir í kirkj- unni fyrir utan hið venjulega starfsfólk. Einn af þessum fjórum var enski skipstjórinn á togaranuW Northern Eagle, sem tveimur dögum áður liafði nærri þvr farist í mynni Eyjafjarðar, þar sem togarinn fór þrisvar sinnum á hliðina. 1 þeirri eldraun lióf skipstjórinn hug sim* í hæð til Guðs og hét á Akureyrarkirkju. Honum tókst með Guðs hjálp að rétta togarann við og 11:1 skipinu upp undan ofurþunga haföldunnar, og nú var hann kominn í kirkjuna til þess að þakka fyrir og lofa Guð, sen1 gaf honum styrk. Að sið sinnar kirkjudeildar kraup liann a kné á gólfið, þegar liann fór inn í kirkjubekkinn og úr honum aftur í lok messunnar. Andlit lians ljómaði af innri fögnuð1 og liann var Guði hjartanlega þakklátur. Það leyndi sér ekkn Hann gaf kirkjunni, það, sem hann hafði handbært, tvö ensk pund og mikla sjókortabók, sem varðveitt er í skrúðhúsinu. Daginn eftir gekk ég niður í skipið til lians og þangað hafði blaðamaður komið og haft viðtal við liann út af þessum atburði. Þegar liann minntist á björgun sína úr lífsliáskanunn man ég orðrétt, hvað liann sagði: „I did not mind going UP

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.