Kirkjuritið - 01.11.1970, Blaðsíða 8
390
KIRKJURITIÐ
sjá einar svalirnar upp af öðrum, þar sem fimmtíu þúsund
áliorfendur gátu í einu liorft á ])að, sem fram fór niðri á leik-
sviðinu. Við sjáum pallinn, þar sem keisararnir sátu með f)'lgd-
arliði sínu, og næstir honum æðstu embættismenn liins verahl-
lega og andlega valds. Neðstu svalirnar voru ætlaðar riddurun-
um, miðsvalirnar rómverskum horgurum, en hinar efstu almenn-
ingi. Efst á brúninni liöfðust þeir við, sem drógu seglin yfir
hið þaklausa leikhús, ef sólin brann of lieitt eða regnið vætti
klæði manna. Hjer var ekki um að ræða neinar smávegis ráð
stafanir, því að ummálið er 527 metrar, og lengdin á einn veg-
inn 156 metrar. — Byggingin er sporöskjulöguð. -— Steinsnar
frá Colosseum var annað leikhús, sem tók helmingi fleiri
áhorfendur, Circus Maximus. Af sjálfu leiksviði Colosseum er
nú ekkert eftir, enda mun það liafa verið úr timbri. En greini-
lega sjezl ofan í bin mörgu kjallaragöng. Þar voru vistarveriir
þeirra, sem tóku þátt í leikjum þeim, sem áttu að skemnita
hinum fornu Rómverjum, lágum sem liáum. — Þar voru her-
hergi skilmingamannanna, eins konar íþróttakappa, sem börð-
ust upp á líf og dauða, ýmist innbyrðis eða við alls konar
villidýr, sem sótt voru langar leiðir að. Á leiksviðinu liöfðu
stundum verið bvggð smáfjöll og liólar, og fyrir kom, að ]>ar
var myndað allstórt vatn, ef leika skyldi sjóorustu.
Ekki voru mannslífin mikils metin á þessum leiksýninguin,
og oss verður hugsað til þeirra, sem þar gegndu sínum lihit-
verkum. Sumir Iiöfðu valið sjer þau að atvinnu, eins og nauta-
banar og linefaleikamenn gera á vorum dögum. En aðrir voru
settir þar til dráps. -— Jeg hefi einhversstaðar lesið, að það
hafi fremur verið í Circus Maximus, lieldur en Colosseum, að
píslarvottar kristninnar mættu dauðanum í baráttu við vilh-
dýr, voru krossfestir eða af lífi teknir á annan hátt. En livað
sem um það er að segja, liafa þeir vafalaust verið margir, sein
sungu sinn dánarsálm þarna niðri á sviðinu í Colosseum. Og
deyjandi veittist þeim lilutdeild í sigrinum, sem Drottiu11
vann.
Það er gjörsamlega ómögulegt að skoða Rómaborg, án þ<?sS
að fá skýrar sannánir fyrir því, að fornkirkjan var píslarvættis-
kirkja. Við förum ofan í Katakomburnar undir St. Clemensar-
kirkjunni og Callixtusar-Katakomburnar út með Appiaveg111'
um, sem var liinn forni þjóðvegur inn í Róm. Eftir þeim veg1