Kirkjuritið - 01.12.1970, Blaðsíða 4
434
KIIiKJURITin
Hann kom, sendur af guðlegri forsjón, J)egar mest reið a,
þegar hinn menntaði heiniur þátímans var sokkinn ofan í
siðleysi og spilling. Hin gömlu trúarbrögð höfðu misst vald
sitt yfir liugum manna; }>au megnuðu ekki lengur að varð-
veita J)á frá illu og halda þeim á braut siðgæðis og mann-
ilyggðar. Svo fjarri var því, að sagt er, að jafnvel prestar J)á-
tímans hafi gert skop að fórnfæringum og sumum helgisiðun-
um, er ])eir samkvæmt gamalli venju urðu að liafa um hönd.
Þegar svo er komið, er rotnunin vís í mannfélaginu. Inn í það
siðferðismyrkur er hin lireina kenning Jesú send. Og boðber-
unum, sem fyrstir fluttu hana út meðal þjóðanna fannst liún
sem bjart og skínandi Ijós, er kippa hlyti þeim á rétta braut,
er færu villur vegar, en vildu tileinka sér liana.
Hvílík feikna framför varð líka með komu lians! HversU
liófst guðshugmyndin við J)að, að föðurliugtakið konist til
valda. Það var ekki aðeins það, að eingyðisliugmyndin vann
bug á trú á marga guði, heldur var nú farið að tilhiðja gæzku-
ríkan, réttlátan guð, sem menn trúðu að liefði heilagan til-
gang með mennina. Áður liafði gjörræðið verið einn aðalliður-
inn í guðshugmynd mannanna. Fyrir J)ví var hræðslan efst á
haugi í framkomu jteirra gagnvart guði og eitt höfuðeinkenni
tilbeiðslunnar. Sífellt bjuggust þeir við reiði guðanna, setu
mundi láta refsing yfir þá ganga fyrir móðganir af manu-
anna hálfu, jafnvel þó að þær móðganir liefðu gerst alveg
óafvitandi og í fáfræði. Hjá guðunum héldu J)eir að réði of>
gerræði og duttlungasemi. Því var ekki neins réttlætis að
vænta í kjörum mannanna. En hversu ójmlanlega þungbært
verður lífið, ef það stjórnast ekki af réttlæti. Þeirri spurning11
hafið þér, vinir mínir, vafalaust ofllega velt fyrir yður.
En Ijósið skín í myrkrinu. Inn í þessa ömurlegu lífsskoðun
manna kom nýtt ljós með kenning Krists. Kjör mannanna
stjórnast ekki af gjörræði. Engin duttlungasemi er völd að
})ví, að J)eir eiga við svo misjöfn kjör að húa og að svo þung'r
harmar verða á vegi sumra ])eirra og sumra eigi. Æðra réttluet 1
er falið bak við það, er sést á Jæssari jörð. Þetta jarðlíf er
ekki nema lítill hluti tilvem vorrar. Annað og æðra líf liefst,
Jtegar tjaldhúð líkamans hrynur. Kristur kom til að opinbera
mannkyninu J)etta allt og til þess síðar með upprisu sinni að
leiða í ljós lífið og ódauðleikann.