Kirkjuritið - 01.12.1970, Blaðsíða 31
KIRKJUIiITIÐ
461
að þegja af sinni meiningu og niðursetja hann eftir Guðs orði,
^nögulega biðja hann að þegja en fékkst eigi“. Ekki segir hér
nieira af eftirmálum, en vafalaust hefur sá málóði maður,
lJorsteinn, orðið síðar að lægja seglin.
Brynjólfur biskup Visiteraði Borgarkirkju í annað sinn 4.
september 1662. Var kirkjan þá „í sjálfri sér nýlega viðrétt“,
að stærð fimm stafgólf og með standþili bak og fyrir.
Þórður Þorláksson biskup visiteraði Borgarkirkju 1. október
1679. Var Jón Björnsson þá enn kirkjuverjari í Borg, liniginn
á efra aldur.
Kirkjan var óbreytt að stærð, fimm stafgólf, þiljuð hak og
lyrir og í rjáfri með reisifjöl og langböndum, eitt stafgólf þiljað
að neðan í kóriim. Húsið stæðilegt að veggjum og viðum.
En nú var saga Borgarkirkju senn á enda komin. Arni
Magnússon skráði Jarðabók sína um Eyjafjöll í nóvember
1709, og segir þar m. a. um Stóru-Borg: „Hér liefur kirkja
verið, bænliús og embættað af sóknarprestinum að Hólum,
Skógum og Steinum, þá tekið liefur verið til sakramentis,
1 íka enilur og sinnum á bænadögum og langaföstu. Kirkjan
er fallin, og liefur liér ekki verið embættisgjörð flutt í 10 ár
að menn minnir“.
Vænta má þess, að aldrei liafi aðrir átt að sækja til Borgar-
kirkju en þeir, sem hjuggu innan Borgartorfunnar, frá hæj-
Unum Stóra-Borg, Minni-Borg, Borgarkoti og Klömbru. Á mið-
öldum liefur heimamanna gröftur verið að Borgarkirkju.
Göniul sögn liermdi að sönnu, að aðeins ein gömul kona hefði
verið jörðuð að Borgarkirkju. Fyrir einu ári eða svo komu
grafir hinna fornu Borgverja í ljós frammi á sjávarbakkanum
* Stóru-Borg hinni fornu og munu halda áfram að eyðast ár
frá ári, ef að líkum lætur.
„Af jörðu ertu kominn og að jörðu skaltu aftur verða“ er
Þ1 manns talað skýrum rómi á slíkiim stað. Þama liefur allur
aldur frá æsku til elli eignazt sinn hvíldarstað, og moldin
geymir þar sem annars staðar mörg tár og margar minningar.
Ég vel einn Borgarbónda sem fulltrúa fyrir aldirnar liðnu,
sjómanninn sem tefldi á tvær hættur við voldugan nábúa,
Ægi, 0g söng sína sálma á lielgum dögum og rúmhelgum, Jón
Jónsson, er hjó í Borg, þegar 19. öldin gekk í lilaðið. Benedikt
Þórðarson skáldi segir um hann í formannsvísum: