Kirkjuritið - 01.12.1970, Blaðsíða 19
KIRKJURITIÐ
449
sonar Borgfirðings eru mest og merkust þeirra rita. Fjölmörg
°nnur fylla að einhverju leyti upp í skörðin. Þetta er góðra
Sjalcla vert og hefur mikið menningarsögulegt gihli, þótt játað
Se að sumt sé missagt og gloppótt þar eins og gengur og gerist.
Leitt er til hins að vita, að prestskonurnar eru að kalla alveg
Settar hjá. Iðulegast aðeins nafngreindar. Til eru minningar-
greinar um þær sumar, einkum í seinni tíð. En engin bók er
teim helguð.
Sannast sagt liafa þær samt oft og iðulega átt litlu minni
l'átt í söfnuðinum eða þjóðlífinu en prestarnir. Hlutur margrar
I'restkonunnar á stóru heimili, oft miðsveitis og ósjaldan í
l'jóðbraut var ósmár fram á þennan dag.
Þungi heimilishaldsins livíldi oft mest á liennar herðum.
Margsinnis féll bústjórnin líka meira í liennar hendur en
Prestsins, ýmsir þeirra voru lítt hneigðir til búskapar og meira
1 öð'rum önnum. Cengdu stopult erfiðisvinnu, nema lielzt um
sláttinn.
Gestagangur var löngum öllum meiri á prestssetrum en al-
’nennt á öðrum bæjum. Kirkjugestum var víðast boðin hress-
lnS að lokinni messu, og tíðkaðist það raunar lijá kirkju-
)a'ndum líka á annexíum. Þar sem póstafgreiðsla var á prest-
setrum, eða einlivers konar miðstöð, liðu svo fæstir dagar að
ekki bæri einhvem að garði. Stundum komu menn í liópum.
' “’a vom næturgestir fleiri en flestir gera sér í liugarlund.
Þetta liafði meira en erilinn og önnina í för með sér fyrir
Pfestskonuna. Ósjaldan ótrúlega langan vinnudag og vökur
^rain á nótt.
Ln þessi þjónusta var að ég held jafnan veitt með gleði.
Eitt má ekki gleymast.
Eg er sannfærður um að ótal prestar gátu og geta tekið
Ser í munn orðin, sem skáldið lætur prestinn, í kunnri sögu,
Segja við konu sína: „Þú ert nú presturinn minn“.
Margur presturinn gat fyrr og síðar fúslega játað að konan
ans væri honum trúaðri og kristnari. Auðsýndi meiri mannúð,
^ærði fleiri fórnir.
Þótt hún predikaði ekki á stólnum, sagði hún manni sínum
ng niörgum öðrum til vegar og bar kristnina með sér innan
a^jar og utan.
Það er sakir þessa og margs fleira að ég vildi að lokum
29