Kirkjuritið - 01.12.1970, Blaðsíða 5
KIRKJtJItlTin
435
Var það nokkuð undarlegt þó að mönnum fyndist í fyrstu
kristni, að nýtt ljós liefði komið í heiminn með honum? Þess
vegna fnrðaði þá líka svo á, live ófúsir menn voru að veita
honum viðtöku og kenning lians. „Og Ijósið skein í myrkrinu
°íí myrkrið meðtók það ekki“, segir í Jóhannesarguðspjalli.
Hve undursamleg er frásagan um fæðing þessa mikla ljós-
bera. Hann kemur í læging; fæðist af fátækri móður. Það
verður að leggja hann í jötu í fjárhúsi, af því að húsrúm er
ekki að fá í gistiliúsinu. Svo aumleg kjör virðast vera í ætt
við myrkur þessarar veraldar. Já, að vísu. En með þessu er
ekki hálfsögð fæðingarsaga hans. Hirðarnir, eigendur fjár-
kússins, eru staddir í dimmu næturinnar úti í haga, og þeir
sjá liinar björtu englasveitir og meðtaka þennan hoðskap:
'íYður er í dag frelsari fæddur“; og þeir lieyrðu engla syngja
betta: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með
beim mönnum, sem hann hefir velþóknun á“. Hvílíkt ljós
ln,i í myrkur fátæktar og þrauta. Vissulega hefði María
getað sagt, er liirðarnir færðu henni þessa undursamlegu fregn:
Ljósið skín í myrkrinu!
Hún fékk síðar á ævinni að reyna það enn betur, hvernig
bfauta- og sorgarmyrkriö getur lagst yfir sálina. Þegar Kristur
var leiddur út á Golgata og krossfestur, þá varð dimmara í
sál hennar en orðið getur í nokkru skammdegi. Engar stjörnur
'ýstu henni þá að ofan. Himinn sálar hennar liefir án efa
verið skýjaður. En einnig hún fékk af nýju að reyna þessa
staðreynd lífsins: ljósið skín í myrkrinu. Með uppriéu Krists
orauzt liið fegursta ljós gegnum myrkrið. Það Ijós er líf mann-
anna enn í dag.
Vel megum vér því halda hátíð ineð ljósiun til minningar
ll,n fæðing lians og hingaðkomu. Jólaljósin Iiafa ávallt verið
lakn jiessarar sannreyndar, að Ijósið skín í myrkrinu. Þau
e,"a að vera oss það enn þann dag í dag.
Vinir mínir! Nú beinist þetta beint til yðar. Að þér liafið
O'argsinnis fundið til þess, að myrkur þrauta og mótlætis hafi
Hir yður lagsl öðrum fremur, um það efast ég ekki. Og ég lield,
l>að væri ranglátt að bera á móti því. En finnið þér til
Pess, að ]jós skíni inn í það myrkur? Hefir ekki ljós horist
''l yðar frá JCristi? Trúið þér lionum ekki, að það sé satt,
a^ öll höfuðhár vor séu talin? En sé svo, ]>á er ekkerl í