Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 14

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 14
lendingabókar Ara fróða, en meining hans var að koma upp prentsmiðju í Skálholti. Embættisbróðir hans lagðist á móti því fyrirtæki og hefur hlotið ámæli fyrir, en ef við lítum til þess, hversu bókaútgáfa af þessu tagi reyndist örðug í Danmörku, er vafa- mál, hvort Brynjólfur hefði risið undir slíku fyrirtæki og þannig þá tvær prentsmiðjur í landinu. Það var í raun réttri eina leiðin, að konungur léti prenta handritin í Kaup- mannahöfn. Þess vegna sendir Brynjólfur þau til hans. Sending handritanna úr landi er Brynjólfi þjóðlegt viðreisnarstarf. Hann segir beinlínis i bréfi einu, sem berast skyldi konungi, að það verði að prenta handritin. Það tákni tortímingu þeirra að láta þau liggja ólesin í erlendum söfnum og þá séu hin fornu fræði þeirra, allt frá fyrir kristnitöku, í hættu. Sr. Torfi Jónsson í Gaulverjabæ, bróðursonur biskups, segir, að hann hafi ekki viljað vera „hospes domi“ („gestur á eigin heimili") og hafi hann viljað efla ,,clerecíið“ (kirkjuna) og „literis" (bókmenntirnar). Meistari Brynjólfur Sveinsson biskup var mikill íslendingur og Guðs maður. Hann byggir lif sitt og starf á þjóð- legri og kristinni rót. Fyrir Guð og föðurlandið lifði hann og lifir enn og um aldir. 252

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.