Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 26

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 26
komurnar á kvöldin auk þátttakenda, segir Gísli. Sennilega öllu fleira fólk, þegar flest var. Sá sænski Josephsson — Hvernig eru ræðumenn valdir á slíkt mót? — Það er norræn samstarfsnefnd, sem undirbýr mótin og dagskrár þeirra í stórum dráttum, og fulltrúar hverrar þjóðar í þeirri nefnd ráða mestu um, hverjir ræðumenn verða frá þjóðum þeirra. Raunar óskuðum við islending- ar þó sérstaklega eftir, að Bo Giertz yrði meðal ræðumanna. — En hvað er þá að segja um ræðumenn á þessu móti? Thorsten Josephsson var ræðumaður á fyrstu kvöldsamkomunni. Viljið þið gera nokkra grein fyrir honum? — Jú, hann er aðalframkvæmda- stjóri kristilegu stúdentafélaganna og skólafélaganna í Svíþjóð og hefur ver- ið það í fimmtán ár, segir síra Jón. Hann var fyrsti launaði starfsmaður- inn, sem réðst til þeirra samtaka, eftir að þau tóku að rétta við að nýju, og var fyrst einn. Það kom þá f hans hlut að ferðast mikið um Svíþjóð. Hann er mjög fylginn sér og duglegur maður og kemur miklu í verk. Nú held ég, að starfsmenn samtakanna séu fimmtán, og þar af eru einir fimm eða sex prest- ar. Torsten Josephsson er mjög þekktur á Norðurlöndum fyrir starf sitt og ræð- ur sínar, en jafnframt hefur hann svo verið fulltrúi samtaka sinna í alþjólegu, kristilegu stúdentastarfi. Síra Thorsten Josepsson. — Hann hefur áður komið til ís- lands? — Já, fyrir fjórum árum bauð Kristi- legt stúdentafélag honum hingað ásamt finnskum kvartett, sem nefndist raunar „Gospelteamet". Það var í til- efni af þrjátíu ára afmæli félagsins. Það er Thorsten Josephsson, sem á frumkvæðið að þátttöku Kristilegs stúdentafélags í norrænu samstarfi síðustu ára. Hann hefur sýnt okkur sérstakan áhuga og talað okkar máli í norrænu hreyfingunni. — Hann hefur verið frumkvöðull öðrum fremur, að norrænu samstarfi á þessum vettvangi síðustu ár, er ekki svo? — Já, hann hefur lagt manna mesta áherzlu á norrænt samstarf. Að því er hann kunnur. Enda segir hann sjálfur, að það hafi verið sér mikill styrkur að eiga greiðan aðgang að samstarfs- 264

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.