Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 30

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 30
bæn um þurrt veður, á meðan útisam- koman stæði. Talað tungum í höllinni — Eitt var það, sem gerðist á mánu- deginum, segir spyrjandi, sem mig langar að víkja dálítið að. Þá var talað tungum í Laugardalshöll. — Hvað segið þið um það? — Jú, ég þekki nokkuð vel til þeirra atvika, anzar síra Jón, því að hann bjó hjá mér sá norski prestur, sem átti hlut að máli, og við töluðum mjög hispurslaust um það á eftir. Ég get reynt að segja nokkuð frá því, sem okkar fór í milli. Þar er nokkur saga að baki. Sú ,,karismatíska“ hreyfing, sem nokkuð hefur gætt á Norðurlönd- um að undan förnu og raunar einnig hér á landi, hefur hlotið sinn sess hjá norsku stúdentafélögunum. Og prest- arnir fimmtán, sem starfa á vegum þeirra, hafa gert sér far um að kynna sér allt varðandi náðargáfurnar, eink- um þó frumtexta Nýja testameniisins. Þeir eru allir vel menntaðir, hafa allir stundað framhaldsnám erlendis í Nýja testamentisfræðum eða Gamla testa- mentisfræðum, hafa sumir skrifað bækur um guðfræðileg efni meira að segja. Og þeir hafa sem sagt gert rannsókn á þessu efni á eigin spýtur sem lútherskir guðfræðingar. Þetta mun vera orðin tveggja ára vinna, sem þeir eiga að baki sér þess vegna. Vinnubrögðin hafa verið hæg, en hnit- miðuð. Nú, karismatísk áhrif urðu mjög sterk meðal stúdenta og skólafólks sums staðar í landinu- Tilfinningahitinn varð svo mikill, að nálgaðist ofhrif eða leiðslu. Að mati stúdentaprestanna var það óeðlilegt, og þeir töldu nauð- syn að leiðbeina þessu unga fólki. Stundum kostaði það jafnvel nokkur átök. Beita varð hálfgerðri hörku til að lægja bálið. En nú er svo komið, að þessu hefur verið skipað á sinn stað. Áður var það fyrir sumum orðið það stóra og mikla, sem ekkert jafn- aðist við, og þeir sáu ekkert annað, sumir hverjir, en náðargáfurnar og þá helzt tungutalsgáfuna og lækningagáf- una. Með rökum Guðs orðs hefur hins vegar tekizt að koma á því jafnvægi, að þessi áhrif fá að lifa því lífi, sem eðlilegt má telja. Fólk með ýmsar náð- argáfur er því að finna hér og hvar í félögunum, og það fær að koma fram. Þegar þessa er gætt, var ekki ó- eðlilegt, að tungutals gætti á stúdenta- mótinu. Hann sagði mér sjálfur, Olav Garcia de Presno, að hann hefði átt I ákafri baráttu út af þessu, — hvort hann ætti að koma fram með gáfu sína, því að hann hefur vald á henni. Hún er ekki ósjálfráð. En hann sagðist hafa orðið að hlýðnast kalli Drottins. Hon- um fannst þetta vera lagt svo þungt á sig. Hann vissi, að Guð hafði falið hon- um að flytja fram boðskap með þess- um hætti. Og hefði hann ekki hlýðnast þarna, þá hefði hann setið eftir sak- bitinn. Það er ekki hans háttur að hafa sig mjög í frammi. Hann er, að mati allra norsku starfsmannanna í stúd- entahreyfingunni, bezti predikari þeirra nú. Þeir hafa því t. d. bent á hann, sem aðalræðumann af þeirra hálfu a næsta stúdentamóti. Hann hefur sem sagt jafnframt hlotið þá náðargáfu að 268

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.