Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.12.1975, Qupperneq 30
bæn um þurrt veður, á meðan útisam- koman stæði. Talað tungum í höllinni — Eitt var það, sem gerðist á mánu- deginum, segir spyrjandi, sem mig langar að víkja dálítið að. Þá var talað tungum í Laugardalshöll. — Hvað segið þið um það? — Jú, ég þekki nokkuð vel til þeirra atvika, anzar síra Jón, því að hann bjó hjá mér sá norski prestur, sem átti hlut að máli, og við töluðum mjög hispurslaust um það á eftir. Ég get reynt að segja nokkuð frá því, sem okkar fór í milli. Þar er nokkur saga að baki. Sú ,,karismatíska“ hreyfing, sem nokkuð hefur gætt á Norðurlönd- um að undan förnu og raunar einnig hér á landi, hefur hlotið sinn sess hjá norsku stúdentafélögunum. Og prest- arnir fimmtán, sem starfa á vegum þeirra, hafa gert sér far um að kynna sér allt varðandi náðargáfurnar, eink- um þó frumtexta Nýja testameniisins. Þeir eru allir vel menntaðir, hafa allir stundað framhaldsnám erlendis í Nýja testamentisfræðum eða Gamla testa- mentisfræðum, hafa sumir skrifað bækur um guðfræðileg efni meira að segja. Og þeir hafa sem sagt gert rannsókn á þessu efni á eigin spýtur sem lútherskir guðfræðingar. Þetta mun vera orðin tveggja ára vinna, sem þeir eiga að baki sér þess vegna. Vinnubrögðin hafa verið hæg, en hnit- miðuð. Nú, karismatísk áhrif urðu mjög sterk meðal stúdenta og skólafólks sums staðar í landinu- Tilfinningahitinn varð svo mikill, að nálgaðist ofhrif eða leiðslu. Að mati stúdentaprestanna var það óeðlilegt, og þeir töldu nauð- syn að leiðbeina þessu unga fólki. Stundum kostaði það jafnvel nokkur átök. Beita varð hálfgerðri hörku til að lægja bálið. En nú er svo komið, að þessu hefur verið skipað á sinn stað. Áður var það fyrir sumum orðið það stóra og mikla, sem ekkert jafn- aðist við, og þeir sáu ekkert annað, sumir hverjir, en náðargáfurnar og þá helzt tungutalsgáfuna og lækningagáf- una. Með rökum Guðs orðs hefur hins vegar tekizt að koma á því jafnvægi, að þessi áhrif fá að lifa því lífi, sem eðlilegt má telja. Fólk með ýmsar náð- argáfur er því að finna hér og hvar í félögunum, og það fær að koma fram. Þegar þessa er gætt, var ekki ó- eðlilegt, að tungutals gætti á stúdenta- mótinu. Hann sagði mér sjálfur, Olav Garcia de Presno, að hann hefði átt I ákafri baráttu út af þessu, — hvort hann ætti að koma fram með gáfu sína, því að hann hefur vald á henni. Hún er ekki ósjálfráð. En hann sagðist hafa orðið að hlýðnast kalli Drottins. Hon- um fannst þetta vera lagt svo þungt á sig. Hann vissi, að Guð hafði falið hon- um að flytja fram boðskap með þess- um hætti. Og hefði hann ekki hlýðnast þarna, þá hefði hann setið eftir sak- bitinn. Það er ekki hans háttur að hafa sig mjög í frammi. Hann er, að mati allra norsku starfsmannanna í stúd- entahreyfingunni, bezti predikari þeirra nú. Þeir hafa því t. d. bent á hann, sem aðalræðumann af þeirra hálfu a næsta stúdentamóti. Hann hefur sem sagt jafnframt hlotið þá náðargáfu að 268
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.