Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 43

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 43
akri, sem hann fann sig af Guði kall- aðan til að yrkja. Ekki voru allir Ný-íslendingar ein- huga í því að kalla sr. Jón til prests- þjónustu sín á meðal. — Norskir vinir sr. Páls Þorlákssonar suður í Minne- sota höfðu hvatt hann til að fara norð- ur og bjóða löndum sínum þjónustu, ' án þess að um nokkur laun væri sð ræða, a. m. k. fyrsta kastið. —Telja ná líklegt, að norska synódan hafi tofast til að styrkja hann eitthvað fjár- hagslega, — þótt þess sé hvergi bein- 'inis getið, — og því hafi hann boðizt til að starfa endurgjaldslaust. — Þessu tilboði tóku allmargir heimilisfeður, — °9 fór það svo, að um nokkra hríð v°ru þejr báöir þjónandi í Nýja-íslandi, og búsettir að Gmili, — sr. Jón og sr. Páll. Það fór ekki leynt, að þessir tveir mikilhæfustu leiðtogar áttu ekki sam- le'ð, nema að mjög takmörkuðu leyti. Sr. Páll hafði drukkið í sig kenningar norsku synódunnar, eins og þær voru fúlkaðar í prestaskólanum í St. Louis. þeim fylgdi hann fram með þeirri alvöru og ósveigjanlegu festu, sem var °aðskiljanlegur þáttur af eðli hans. Hann var að eðlisfari lítt umburðar- ^yndur maður. Þeim, sem við hann ræddi, fannst ætíð, að í hans huga myndi aðeins ein skoðun eiga rétt á Ser’ — sú, sem hann sjálfur hafði. ^ann var hvort tveggja í senn, ákafur °9 stilltur. Að sögn rann honum aldrei 1 skap, hvað sem við hann var sagt. 9 þa var hann allra rólegastur, þeg- ar 9lóðin var hvað heitust í kolunum 1 kringum hann. Hann var bjart- Ur yfirlitum og óvenjulega sviphreinn. Viðmót hans og framkoma bar ó- tvírætt með sér, að hann var góður maður. Hin sterku orð hans — og ákveðnu skoðanir gerðu það að verk- um, að menn skiptust í ákveðna flokka, með honum eða móti. En hann elskaði Drottin sinn og hann elskaði hina bágstöddu landa sína, — og lagði allt í sölurnar, hvort sem vel var talað um hann eða illa. Kristindómur sr. Jóns var hins vegar mótaður hér heima. og því má segja, að hann hafi staðið löndum sín- um nær en sr. Páll, og þeir skil- ið hann betur. Hann var flestum þeim hæfileikum gæddur til líkama og sálar, er gjöra menn sjálfkrafa að leið- toga annarra manna. — Hann var glæsilegur og höfðinglegur að ytra út- liti. — Stórlyndur var hann og ákaf- lyndur. Gat verið bráður, ef um smá- muni var að ræða, en stillti skap sitt vel í stórræðum og vanda. Lítt var hann sveigjanlegur, er hann hafði fast- ráðið eitthvað, — og hvað sem það kostaði, vildi hann hafa sitt fram. Kæmi fyrir að hann beitti óbilgirni, var hann hinn sáttfúsasti. Blíðlyndur var hann að eðlisfari og ógleymanlega ást- ríkur þeim, sem næstir honum stóðu, og hreinlyndi hans var að orðtalri haft. Trú hafði sr. Jón flestum mönn- um fastari, — trú á tilgang og höfund lífsins. Frelsarinn Jesús Kristur var vinur hans og bróðir. Honum treysti hann. Hann elskaði hann sem félaga sinn og samverkamann — og tilbað hann sem Drottin sinn og Guð. Hon- um var það engin uppgerð, er hann gekk að verki og sagði fyrir verkum 281

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.