Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 44

Kirkjuritið - 01.12.1975, Page 44
„í Jesú nafni.“ — Til Nýja íslands fór hann, fullvís þess, að hann væri þang- að af Guði sendur. Með hliðsjón af þeim eiginleikum þessarra tveggja mikilmenna, sem ég nú hefi lítillega leitazt við að benda á, þá er það auðsætt, að það var eig- inlega ekki rúm fyrir þá báða á sama staðnum, — á sömu vígstöðvunum. — Svo ríkt var foringja-eðlið í þeim báð- um. En trúmálaágreiningurinn varð þó til þess, að upp úr sauð. í blaðinu Framfara, sem Ný-islend- ingar hófu að gefa út árið 1877, — og var gefinn út til 1880, — í tveimur ár- göngum, — má lesa margt um þessar deilur. Þar eru prentuð safnaðarlög hins nýstofnaða kirkjufélags, sem söfn- uðir sr. Jóns höfðu myndað. Þar eru einnig safnaðarlög þau, sem sr. Páll lét samþykkja í sínum söfnuðum. — Þar er greinilega um að ræða veruleg- an skoðana-mismun. Ennfremur er í Framfara sagt frá tveimur merkilegum fundum, sem haldnir voru að Gimli árin 1878 og 1879. Stóð hvor fundur- inn í tvo daga og voru báðir boð- aðir sem almennir nýlendufundir til að ræða um það, sem á milli bar í „trú- ar- og kirkjumálum.“ Fjölmenni sótti báða fundina og hlýddu áheyrendur með mikilli athygli á um- ræður um þung, guðfræðileg efni. Á báðum fundunum voru áþekk umræðu- efni, svo sem: innblástur Ritningarinn- ar, útvalningarkenningin, réttlætingar- dómurinn o. fl. — Hér er því miður ekki tími til að gera grein fyrir hinum mismunandi trúarskoðunum prestanna. Vil ég um þau efni vísa til hinnar merku ævi- sögu sr. Jóns Bjarnasonar eftir sr. Runólf Marteinsson, sem kom út á Akureyri árið 1969. Sr. Páll var aldrei sáttur við land- námið í Nýja íslandi, — taldi fram- tíðarmöguleika nýlendunnar næsta hæpna. — Því var það, að hann hóf leit að nýju svæði, sem hentara yrði til framtíðarbúsetu. Fékk hann auga- stað á svokölluðum Pembina-fjöllum f North-Dakota, nyrst í Bandaríkjunum- — Þangað hvatti hann safnaðarmenn sína til að flytjast og reis þar brátt upp veruleg Islendingabyggð. — En miklir voru byrjunarörðugleikarnir, —■ fólkið blásnautt og fákunnandi. — Er mikil spurning um örlög þessara fyrstu landnema í North-Dakota, ef sr. Páls hefði ekki notið við. — Af fádæma fórnfýsi og viljaþreki gekkst hann í að útvega löndum sínum, þeim, sem verst voru á vegi staddir, — lán bæði frá norskum vinum sínum og víðar, —■ á eigin ábyrgð. Þá hefðu fáir komizt með tærnar þar sem hann hafði hæl- ana. — Honum tókst að bjarga hinurn bágstöddu löndum sínum. En þá var hans eigið líkamsþrek á þrotum. — Hann var þjáður af brjóstveiki síðustu árin, sem hann lifði, og lézt úr henni vorið 1882, aðeins 33 ára að aldri. Tólf árum síðar reistu landar hans minnisvarða á gröf hans í Mountain, North-Dakota. Við það tækifæri komst sr. Friðrik Bergmann m. a. svo að orði- „Mér virðist sr. Páll heitinn Þorláks- son vera sá íslendingur, sem á áþreif" anlegastan og átakanlegastan hátt hefir lagt lífið í sölurnar fyrir málefm Drottins — af þeim, sem starfað hafa 282

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.