Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.12.1975, Blaðsíða 44
„í Jesú nafni.“ — Til Nýja íslands fór hann, fullvís þess, að hann væri þang- að af Guði sendur. Með hliðsjón af þeim eiginleikum þessarra tveggja mikilmenna, sem ég nú hefi lítillega leitazt við að benda á, þá er það auðsætt, að það var eig- inlega ekki rúm fyrir þá báða á sama staðnum, — á sömu vígstöðvunum. — Svo ríkt var foringja-eðlið í þeim báð- um. En trúmálaágreiningurinn varð þó til þess, að upp úr sauð. í blaðinu Framfara, sem Ný-islend- ingar hófu að gefa út árið 1877, — og var gefinn út til 1880, — í tveimur ár- göngum, — má lesa margt um þessar deilur. Þar eru prentuð safnaðarlög hins nýstofnaða kirkjufélags, sem söfn- uðir sr. Jóns höfðu myndað. Þar eru einnig safnaðarlög þau, sem sr. Páll lét samþykkja í sínum söfnuðum. — Þar er greinilega um að ræða veruleg- an skoðana-mismun. Ennfremur er í Framfara sagt frá tveimur merkilegum fundum, sem haldnir voru að Gimli árin 1878 og 1879. Stóð hvor fundur- inn í tvo daga og voru báðir boð- aðir sem almennir nýlendufundir til að ræða um það, sem á milli bar í „trú- ar- og kirkjumálum.“ Fjölmenni sótti báða fundina og hlýddu áheyrendur með mikilli athygli á um- ræður um þung, guðfræðileg efni. Á báðum fundunum voru áþekk umræðu- efni, svo sem: innblástur Ritningarinn- ar, útvalningarkenningin, réttlætingar- dómurinn o. fl. — Hér er því miður ekki tími til að gera grein fyrir hinum mismunandi trúarskoðunum prestanna. Vil ég um þau efni vísa til hinnar merku ævi- sögu sr. Jóns Bjarnasonar eftir sr. Runólf Marteinsson, sem kom út á Akureyri árið 1969. Sr. Páll var aldrei sáttur við land- námið í Nýja íslandi, — taldi fram- tíðarmöguleika nýlendunnar næsta hæpna. — Því var það, að hann hóf leit að nýju svæði, sem hentara yrði til framtíðarbúsetu. Fékk hann auga- stað á svokölluðum Pembina-fjöllum f North-Dakota, nyrst í Bandaríkjunum- — Þangað hvatti hann safnaðarmenn sína til að flytjast og reis þar brátt upp veruleg Islendingabyggð. — En miklir voru byrjunarörðugleikarnir, —■ fólkið blásnautt og fákunnandi. — Er mikil spurning um örlög þessara fyrstu landnema í North-Dakota, ef sr. Páls hefði ekki notið við. — Af fádæma fórnfýsi og viljaþreki gekkst hann í að útvega löndum sínum, þeim, sem verst voru á vegi staddir, — lán bæði frá norskum vinum sínum og víðar, —■ á eigin ábyrgð. Þá hefðu fáir komizt með tærnar þar sem hann hafði hæl- ana. — Honum tókst að bjarga hinurn bágstöddu löndum sínum. En þá var hans eigið líkamsþrek á þrotum. — Hann var þjáður af brjóstveiki síðustu árin, sem hann lifði, og lézt úr henni vorið 1882, aðeins 33 ára að aldri. Tólf árum síðar reistu landar hans minnisvarða á gröf hans í Mountain, North-Dakota. Við það tækifæri komst sr. Friðrik Bergmann m. a. svo að orði- „Mér virðist sr. Páll heitinn Þorláks- son vera sá íslendingur, sem á áþreif" anlegastan og átakanlegastan hátt hefir lagt lífið í sölurnar fyrir málefm Drottins — af þeim, sem starfað hafa 282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.