Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 55

Kirkjuritið - 01.12.1975, Side 55
Frd tíðindum beima Úr skýrslu æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar Æskulýðsstarfið er að mestu fjár- ^agnað með ríkisframlagi, sem í ár (1975) nemur kr. 2.000.000.00. Var hér um verulega hækkun að ræða frá síð- asta ári, en þá var fjárframlag ríkis- sjóðs til reksturs kr. 1.200.000,00. Þetta Þýðir að sjálfsögðu, að hendur okkar hafa ekki verið eins þrælbundnar og í fyrra, en þá varð að gæta þess að stofna ekki til annarra framkvæmda en Þeirra, sem borguðu sig að mestu á sama ári. A frumvarþi til fjárlaga fyrir ánð 1976, er nú, þegar þetta er ritað, 'iggur fyrir til afgreiðslu á Alþingi og er 1 höndum fjárveitinga-nefndar Alþingis, er reiknað með kr. 3.500.000,00 til r®ksturs. Virðist mér, að þessari fjár- veitingu megi una, þegar haft er í Þuga, hve frumvarpið gerir ráð fyrir rr'iklum niðurskurði frá fjárlögum 1974. Hinu er ekki unnt að taka þegjandi, a® enn er skorið niður fjárfrarhlag r'kissjóðs til annars aðstoðaræsku- iýðsfulltrúa. Skömmu eftir haustráðstefnu 1974 9engu æskulýðsfulltrúi og æskulýðs- nefnd á fund fjárveitinganefndar Al- Piugis og lögðu áherzlu á fjárveitingu 'ij annars aðstoðaræskulýðsfulltrúa, eins og heimild er fyrir í lögum. Ganga Su bar ekki sýnilegan árangur. Guðmundur Einarsson, aðstoðar- æskulýðsfulltrúi, tók við störfum fram- kvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkj- unnar frá 1. febrúar 1975. í starf hans hjá Æskulýðsstarfinu var ráðinn frá 1. marz 1975. Jóhannes Tómasson. Skal hér Guðmundi þökkuð vel unnin störf um leið og honum er óskað allrar Guðs blessunar í nýju starfi og Jóhannes boðinn velkominn. Megi Drottinn blessa hann, konu hans og allt starf hans fyrir Guðs kristni á is- landi. Hinn 1. júlí s. I. tók Æskulýðsstarfið og Hjálparstofnunin á leigu húsnæði við hlið gamla húsnæðisins. Var þessi ráðagjörð samkvæmt vitund og vilja biskups. Talsverðar breytingar voru nauðsynlegar á húsnæðinu og kostn- aður nokkur því samfara. Engin vinna var þó aðkeypt nema flutningur á síma. Húseigandi greiddi hluta kostn- aðarins. Breytingar þessar voru tíma- frekar og lögðust allir á eitt að flýta þeim. Skrifstofunni var þó aldrei lokað. Lögðu starfsmenn og konur hart að sér og unnu oft langt fram yfir vinnu- tíma. Á engan er hallað, þó að Guð- mundi og Jóhannesi sé þakkaður dugnaðurinn sérstaklega. Breytingar þessar og flutningar eru ekki enn í höfn, þó segja megi, að vel sjái til lands. 293

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.