Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1978, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.04.1978, Blaðsíða 12
en í Noregi var fyrsta kristniboðsfélag- ið, Det Norske Misjonsselskap, Norska kristniboðsfélagið, stofnað árið 1842. Merkilegt og uppbyggilegt er að því að gæta, að fyrstu félög, sem stofnuð eru til þess að flytja Gyðingum fagn- aðarerindið, eru aðeins litlu einu yngri en önnur kristniboðsfélög. Verður vart önnur ályktun af því dregin en sú, að Heilagur andi hafi jafnan séð til þess, er hann vakti elda kristniboðs- ins, að kristnir menn gerðu sér Ijóst, ,,að Guð fer ekki í manngreinarálit,“ — ,,því að allir hafa syndgað og skort- ir þá Guðs dýrð.“ Og í þessu efni er hann samur frá upphafi, því að ekki þekkjast þess dæmi, að nokkur maður hafi borið meiri né heitari umhyggju íyrir volferð Gyðinga en fyrsti heið- ingjakristniboðinn, Gyðingurinn og fariseinn, Páll. Skuldin við Gyðinga, Grikki og útlendinga er enn söm og jöfn. (Post. 10,34. Róm. 3,23; 9,1.—4; 1,14; 15,27). Elzta Gyðinga-kristniboðsfélag, sem sögur fara af, var stofnað í Bretlandi árið 1809, sautján árum síðar en fyrsta kristniboðs.'élagið og fimm árum síðar en Hið brezka og erlenda Biblíufélag. Svo sem kunnugt er, telst Hið íslenzka Biblíufélag stofnað um sömu mundir og þessi félög, 15. júlí 1815, og er því eitt af elztu biblíufélögum heims. Þá var þess enn langt að bíða, að kristni- boðsfélög yrðu stofnuð hér á landi, en Ebenezer Henderson, hvatamaðurinn ágæti, er sjálfur bar í brjósti sér bruna kristniboðans, fann hér engu að síð- ur menn sér skylda. Og þeir kyntu undir eldinum svo sem þeir máttu á sinni tíð. Den Norske Israelsmisjon telst stofnuð árið 1844, aðeins tveim árum síðar en Det Norske Misjonssel- skap. Svíar hefja kristniboð meðal Gyðinga árið 1875, og Den Danske Israelsmission er stofnuð árið 1885- Hlutur Finna í þessu efni hefur áður verið gerður svo stór, að nú verðuf yfir hann hlaupið. Lúther og Gyðingar Marteinn Lúther reit tvær bækur un1 Gyðinga, harla ólíkar, enda liðu e,n tuttugu ár í milli þeirra. Þykir sú fyrri full samúðar og kristinnar vizku, °9 herma sagnir, að Gyðingar hafi keypj hana og lesið með athygli, jafn^e austur í Jerúsalem. Hin síðari er hins vegar rituð af biturri andúð og misk' unnarlausri vandlæting. Þar virðis* Lúther hafa blindazt svo af einhverh sárri lífsreynslu sinni, að hann reið'r hátt og hart til höggs gegn þeim, eí sízt skyldi. Margt hefur verið skegð' rætt um áhrif þessara bæklinga hans- einkum hins síðari. Skal ekki frekar e því segja hér, heldur einungis játa, a einna sárast þykir oss lútherskum mönnum að hafa tekið þann síðarl bækling í arf eftir kenniföður vorn. Engu að síður verða lútherskir merrn og aðrir siðbótarmenn fyrstir til ÞesS á síðari öldum, — skömmu eftir siðb° 1 að boða Gyðingum fagnaðarerindi Gyðinga-kristniboðsfélögin í ^an mörku, Noregi og Svíþjóð gáfu í sarT1 einingu út stutt ágrip af sögu kristnl boðs meðal Gyðinga fyrir nokkrum eí um. Var það saman tekið af dr. Fre erik Torm, próf., sem lengi var forma ur danska félagsins. Skal nú lel fanga þar og ýmist endursegja e þýða. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.