Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1978, Blaðsíða 56

Kirkjuritið - 01.04.1978, Blaðsíða 56
dáðum, vegna þess að Guð er handan alls sem menn geta séð og hugsað af eigin rammleik. Þess vegna sendi Guð son sinn í heiminn. Kristur opinberar Guð, gerir okkur kleift að skilja hann og þekkja, opnar leið til hans (sbr. Hver sá sem hefur séð mig, hefur séð Guð). Kristur gerir Guð sýnilegan með athöfnum sínum og dæmisögum, með lífi sínu, dauða og upprisu. Megininntakið í boðskap Krists er að við getum raunverulega komist í samband við Guð með því að laga okkur eftir lífi Krists, lifa í anda hans og fylgja boðum hans. Hver eru þá megináhrif þessa boð- skapar á hugsun manna? Hann beinir mannlegri tilvist á nýja braut með því að opna hugi manna fyrir gersamlega framandi veruleika, Guði sem er allur annar, sem er utan allrar mannlegrar seilingar, handan allra marka. Mann- eskjunni er boðið að skilja sjálfa sig og aðra, hlutina og heiminn andspænis þessum útlaga sem Guð er. Þess er að sjálfsögðu enginn kostur að skýra í stuttu máli áhrifamátt þess- arar guðsmyndar. Án efa á hún miklu sterkari ítök í hugum mann en við gerum okkur grein fyrir, ekki síst sök- um þess að hún tengist í lífi hvers manns við þá mynd sem hann hefur í frumbernsku gert sér af eigin föður og móður, þ. e. af þeim persónum sem mikilvægastar voru í lífi hans á því tímaskeiði ævinnar þegar vitund hans um sjálfan sig og aðra var i mótun. (3) Áhrif þessarar guðsmyndar ber þó vitaskuld að greina frá áhrif- um þeirra mynda sem menn hafa fengið af föður sínum og móður eða staðgenglum þeirra, þó að oft megi ætla, að erfitt sé að skera úr um hvað heyri sérstaklega guðsmyndinni til. Vert er að veita því eftirtekt að það er vel hugsanlegt að guðsmyndin se mönnum lifandi veruleiki þó að þe'r trúi ekki á Guð eða aðhyllist nokkur trúarbrögð. Guðsmyndin er mynd þeirrar veru sem einstaklingurinn er að endingu ábyrgur gagnvart: and- spænis henni er einstaklingurinn fyllilega hann sjálfur, persóna sem ber ákveðið nafn. Áhrifamáttur kristinnar guðsmyndar er fólginn í algerri sérstöðu hennar- Guð sér og heyrir allt, hann er alls staðar nálægur og er þó hverg1- þ. e. a. s. hvergi höndlanlegur, ávall* allur annar, en heldur þó öllu í hendi sinni, óskiljanlegur en skilur þó all*- algóður en dæmir þó alla, almáttugur en þó máttvana gegn hinu illa. Hvergi kemur gátan um þessa guðs' mynd skýrar fram en einmitt í átökun um milli hins góða og hins illa sem engan endi virðist taka. En það eí líka vafamál hvort nokkurt trúarleð táknmál er áhrifameira í hugarstri manna við hið illa en einmitt táknma kristinnar trúar. Samkvæmt kristnun1 boðskap er sköpunarverkið ein óro heild, þar sem hinu illa er ekki set aður neinn staður, þar sem ni illa er í sjálfu sér óskiljanlegt, stuðlar þó með leyndardómsfuHo hætti að fullkomnun sköpunarverksin^ Og þessum boðskap er ætlað , kveikja óslökkvandi vonarneista hjörtum manna, vissu um náð Drot i 5. grein. Hugmyndin um persónulegan veldur því að kristindómurinn Guð hafnar 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.