Kirkjuritið - 01.04.1978, Blaðsíða 54
trúar á orð Krists né til trúar sem sál-
rænnar (innri) reynslu. Hvorki trúarleg
hluthyggja né trúarleg hughyggja eiga
fræðilega gild svör í þessum efnum.
(Það leynist að vísu svar í báðum
þessum sjónarmiðum, eins og síðar
verður vikið að, en hvort þau geti tal-
ist fræðilega gild er annað mál).
Trúmenn kunna að láta sér i léttu
rúmi liggja fræðileg vandkvæði á svari
við umræddri spurningu; í þeirra aug-
um er Kristur „vegurinn, sannleikur-
inn og lífið“, hvað sem líður öllum
fræðilegum skoðunum eða rökum.
Þeim gæti jafnvel þótt með öllu óvið-
eigandi að gera orð Krists að viðfangi
fræðilegrar könnunar og guðfræðin
sjálf vera útúrsnúningur eða frávik
frá því sem máli skiptir, hinu lifandi
orði Guðs í hjörtum manna.
En hér er ekki til umræðu persónu-
leg trú manna eða sannfæring, heldur
rökin fyrir skoðunum okkar á eðli
þeirra orða sem höfð eru eftir Kristi:
flytja þau sannleik eða eru þau blekk-
ing? Ef við föllumst á að við höfum
fræðilega séð engu meiri ástæðu til
að ætla að boðskapur Krists sé sann-
ur en við höfum til að telja að hann sé
blekking, þá blasir við að mat okkar á
þessum boðskap er gersamlega háð
því hvernig hann verkar á okkur og
annað fólk sem við höfum kynni fa.
Með öðrum orðum: mat okkar á boð-
skapnum hvílir þá ekki á merkingu
hans heldur áhrifamætti. Við getum
jafnvel haldið fram þeirri skoðun að
merking boðskaparins og inntak hans
og áhrif væru eitt og hið sama.
Ég hygg raunar að sú sé einmitt
hin rökrétta afleiðing eða niðurstaða
bæði trúarlegrar hughyggju og trúar-
52
legrar hluthyggju eins og þeim hefur
verið lýst, og að í því felist óbeint
svar þeirra við spurningunni um innra
gildi boðskaparins: að gildi hans sé i
sjálfu sér opinberunin sem hann get-
ur valdið í hugum manna — og ekk-
ert annað.
Að þessu atriði, sem ég tel að skipti
höfuðmáli fyrir afstöðu okkar til kristni
og kristindóms yfirleitt, verður vikið
í lokagrein þessa erindis, en nú skul-
um við huga að þeim áhrifum sem
boðskapnum virðist umfram allt vera
ætlað að hafa á menn og þjóðir °9
jafnframt reyna að átta okkur á frum-
leika hinna kristnu trúarsetninga og
stöðu þeirra.
4. grein.
í sögu kristninnar á sér sífellt stað
samleikur hins eiginlega kristna boð-
skapar og fjölmargra þátta mannlífs'
ins sem eru henni í sjálfu sér óvið'
komandi. í raun er kristni óhemju'
flókið félagslegt og sögulegt fyrirbserl
þar sem ægir saman helgisögum
þjóðtrú, helgiathöfnum og kennisetn-
ingum af öllu tagi. Þessi fyrirbæri lifa
og dafna í skjóli kirkju, klaustra, skóia
og annarra stofnana sem seldar eru
undir stjórnunarvald klerka, biskup^
páfa, konungs eða ríkis. Til þosS a
gera megi áhrifamætti kristninnar s
með nokkru réttlæti er því nauðsy’
legt að skilja milli þess sem er kristn'
samfara í raun, og kjarna kristninnen
Röklega séð er kristni ekkert anna
en mannlegt andsvar við boðs
Krists. En þetta andsvar felur í 5
tvennt ólíkt: annars vegar trú, hl
vegar trúarbrögS. (2)
Trú er hin huglægu viðbrögð e,n
J