Kirkjuritið - 01.04.1978, Page 58

Kirkjuritið - 01.04.1978, Page 58
þekkingar og skilnings, að vera hand- an skynseminnar eða hornrétt á hana er ekki það sama og að ganga gegn henni eða vera í mótsögn við hana. í grein sinni „Biblían, kirkjan og vísindin“ ræðir (4) Sigurbjörn Einars- son biskup um þátt kristinnar trúar í mótun vísinda á Vesturlöndum. Engin einföld skýring er til á því hvers vegna þróun vísinda varð svo ör í Evrópu. Hvorki frumleiki grískrar hugsunar né efnahagsleg og félagsleg skilyrði á síðari hluta miðalda nægja til að skýra þessa staðreynd. Séra Sigurbjörn velt- ir því fyrir sér „hvort sú viðbótarörv- un, sem Evrópa hlýtur að hafa fengið, hafi ekki þrátt fyrir allt komið frá kristinni trú“ (bls. 15). Eftir að hafa rætt málið frá ýmsum hliðum kemst hann að þeirri niður- stöðu að það sé „fyllilega óhætt að segja svo mikið, að sköpunartrú Biblíunnar hafi verið verulegur þáttur í mótun þeirrar afstöðu, sem vestræn vísindi byggjast á“ (bls. 18). Rök hans fyrir þessari niðurstöðu eru í aðal- atriðum þau að kristindómurinn kenni að sköpunarverk Guðs sé í eðli sínu skiljanlegt og gott, og að kristin guðs- trú hafi vakið manninn til vitundar um köllun sína að kanna heim náttúrunn- ar og gera hann manninum undirgef- inn: með ástundun vísinda og raunar allri sannleiksást væri maðurinn að svara köllun Guðs, því að Guð krist- innar trúar er „sannleikans Guð, ver- öld hans byggist á sannleik, sem manninum er auðið að ráða í, því hann á að gera sér þessa veröld undir- gefna, og Guð krefst sannleiks“ (bls. 17). Þessi skoðun er að sjálfsögðu um- deilanleg; hún er þó örugglega réttari en sú skoðun að kristni hafi verið dragbítur á allar framfarir í vísindum- Ég hygg að raunar megi styðja þessa skoðun, sem ég hef hér eftir séra Sigurbirni, enn veigameiri rökum en þeim sem hann rekur; þau eru raunar óbeint fólgin í því sem hann segir. Margir telja ranglega að kristin- dómurinn boði tilveru tveggja heima, heim efnisins og heim andans, heim hins illa og ósanna og heim hins góða og sanna. Og þeir telja að einmitt þessi hugmynd hafi átt stærstan þátt í því að gera kristna menn fráhverfa vísindunum, þar sem vísindin hvíla a viðurkenningu efnisheimsins sem hins eina sanna heims. Þessi skoðun er ekki aðeins röng, heldur hefur hún endaskipti á hlutunum. Það er einmitt hin fræðilega hugsun sem á rót sína að rekja til Grikkja er leggur allt upP úr umræddum greinarmun — bseS' það viðhorf sem kennt er við efniS' hyggju og það viðhorf sem kennt er við hughyggju. Aðalrök þessarar tvi' hyggju eru tengd þeim greinarmun sem öll fræðistarfsemi Grikkja er reis{ á og sem markar alla vísinda- heimspekisöguna, — en það er mun urinn á sýnd og reynd, veruleikan'jm eins og hann er í sjálfum sér og vern leikanum eins og hann birtist okkur- Þessi greinarmunur kemur fram Jatn skjótt og menn taka að skýra sam bandið milli hugtaka og hluta, hu9® unar og raunheims. Veruleiki hu9ta.^ anna og veruleiki reynslunnar eru hvað. Það skiptir ekki meginm9^ hvernig menn hugsa sér vensl ÞesS ara tveggja heima — t. a. m. hv þeir hugsa sér að heimur hugtakan 56

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.