Kirkjuritið - 01.04.1978, Síða 78

Kirkjuritið - 01.04.1978, Síða 78
Fæstir hafa lært að hlusta og eyða litlum tíma í það, og er það þó flestu þýðingarmeira. Það er hægt að þjálfa eyra sitt og læra að hlusta, en fáir eru fullnuma í þeirri list. Þetta er þó eitt það mikilvægasta, sem við gerum fyrir annað fólk, að hlusta á það. Menn hafa sagt við mig: ,,Þú hjálpaðir mér virkilega í það og það skiptið," þegar ég gat ekki munað að ég hefði nokkuð ráð gefið. Og þegar ég hugsaði mig um, þá mundi ég, að það var rétt, ég hafði aðeins hlustað á þá. Það eykur sjálfsvirðingu þess, sem hlustað er á, og hún er mikilvæg tilfinning. Það er hryggilegt, að nú á tímum hlusta menn ekki hver á annan, ekki einu sinni þeir, sem elska hver aðra, og mundu jafnvel leggja lífið í sölurnr hver fyrir aðra. Foreldrar hlusta ekki á börn sín, börn- in hlusta ekki á foreldrana, eiginmenn hlusta ekki á konur sínar og eignikon- ur á menn sína. Og það er einmitt ein af ástæðunum fyrir heimilisupplausn og hnignun fjölskyldulífsins. Hið annað ,,lögmál“, sem okkur ber að hafa í huga, er við reynum að bæta sálgæzlu okkar, er falið í svörum við þremur spurningum, sem við verðum að svara, þegar við yfirvegum orð okkar við þá, sem við erum að reyna að leiða. Spurningarnar eru þessar: Eru þau nærgætin? Eru þau sönn? Eru þau nauðsynleg? Það er oft, sem við særum fólk með ónærgætnum orðum, söguþurði, lausmælgi, ósannindum og jafnvel kímnileysi og hroka. Þegar við særum fólk þá aukum við á þann vanda, sem við stöndum andspænis, sundrungu heimsins. Sem sálusorgar- ar verðum við að vera nærgætnir, sannir, umhyggjusamir og þagmælskir um hagi og málefni annarra, annars kona menn ekki með vandamál sín og áföll til okkar. Ég spurði eitt sinn mann úr prestakalli mínu, hvers vegna hann kæmi ekki til kirkju með fjöl' skyldu sinni. Hann sagði mér, að hann hefði eitt sinn leitað til forvera míns með vandamál sín. Næsta dag heyrð1 hann annað fólk tala um þau. Trúnað- urinn milli sálusorgara og sóknarbarns hafði verið rofinn á kærulausan hátt- Þriðja lögmálið, sem við þurfum að hafa í huga, er það, að við rnegum ekki vera of vissir um að við höfum alltaf á réttu að standa. Páll postuli minnir okkur á í 12. kapítula Róm' verjabréfsins: ,,að hugsa ekki hærrs en hugsa ber, heldur reyna að hugsa skynsamlega og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum.“ Vandinn er sa> að of margt af því, sem við vitum oQ höfum heyrt, er ekki satt. Hve 0 höfum við ekki haft á röngu að standa’ þegar við héldum að við vissum ai um málið. Við viljum vissulega að f° treysti okkur sem sálusorgurum Þess vegna verðum við að vekja traust ÞesS’ en það gerum við ekki með Því a láta sem við höfum svör við ö|lLJ ( vandamálum, slíkt vekur ekki trau heldur tortryggni. Við verðum e'nn|.| að vita hvenær skuli vísa fólk' g þeirra, sem hafa meiri reynslu en í að veita þá hjálp, sem nauðsyn kre að hafa í huga, er það, að við ver®u^ sjálfir að geta horfzt í augu vi ^ þægilegar staðreyndir og Na P * ur. Fjórða lögmálið, sem við þurfum þeim, sem til okkar leita, að gera einnig. Plato vissi þetta, þegar hana 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.