Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 7

Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 7
Norðlenzkir kirkjumenn saman komnir á Hólum á námskeiði sumarið 1978. biskup eigi að hafa aðstöðu til að dvelja á báðum þessum stöðum vegna blsjónarog þjónustu í verkahring hans. Af öðrum hugsjónamálum félagsins má nefna hugmyndina um lýðháskóla kirkjunnar á Hólum í Hjaltadal. Fyrsti vísir Þess skólastarfs var leikmannaskólinn í fyrrasumar. Hann var haldinn í húsa- kynnum baéndaskólansáHólum 8.-10. júlí 1977. Þarveittu prófastará Norður- landi leikmönnum fræðslu í hinum ýmsu greinum safnaðarþjónustu. Og dag- ana 5.-7. júlí í sumar var enn á sama stað skólastarf fyrir organista og presta urn sameiginleg verkefni. Unnið var undir leiðsögn söngmálastjóra Hauks Guðlaugssonar eftir stundaskrá frá morgni til kvölds, sem minnti á ummaeli Matthíasar í Hólaljóðum: ,,Sumir kenna, sumir smíða syngja, nema, rita, þýða.“ Prestafélag hins forna Hólastiftis hefur miklu hlutverki að gegna í kristnihaldi Norðlendinga. Megi starf þess blessast og blómgast á ókomnum árum. PéturSigurgeirsson 165

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.