Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 55

Kirkjuritið - 01.09.1978, Page 55
kalla kristinn dóm á íslandi. ekki er það þó þess vegna, að kristinn dómur sésvo margræður. Hittveldurfremur, að margur vill hafa sinn guð að sínu skapi. Stundum er meira að segja rætt um íslendinga, eins og þeir eigi einhvern einka kristinn dóm og hafi alltaf átt, - einhvern sérstakan þjóð- arátrúnað. Barnaleg er sú hugmynd °9 verður þó fyrst verulegaskringileg °9 jafnvel skaðvænleg, þegar lærðir ^enn, sem betur mega vita, fara að gaala við hana. Hið sanna mun þó lík- lega vera, að íslendingar hafi verið og séu enn hneigðari til hjátrúar en flestar aðrar þjóðir. Má hver sem vill stæra sig af því, en sjaldan var hjátrú í ^iklum metum þar, sem þekking og vitsmunir þóttu fara saman. Hitt er svo aftur á móti fleipur og fólsun, ef því er haldið fram, að ís- lendingar hafi aldrei verið kristnir af alvöru. Þá er staðreyndum neitað af oskhyggju og ráðnum hug, því m. a., að kristinna áhrifa gætti meðal þjóð- arinnar frá upphafi, að íslenzka þjóð- ln varð kristin fyrst norrænna þjóða °g, að því er virðist, með róttækari ptti en flestar þjóðir, nýkristnar. ^orft erframhjá því, hver hugurfylgdi ^náli hjá frumherjum í Skálholti. Hver ayöxtur varð af stríði þeirra. Einhver [®kk þann þanka, að líklega hefði nelzt orðið trúarvakning á íslandi, er ^ón Ögmundsson settist á Hólastól. Síðan hefur margur haft þetta eftir. Ekki skal dregið úr því, sem gerðist til 9óðs í tíð Jóns biskups helga. En . að virðist mönnum um þá hógværu V|tnisburði og þó einstæðu, er 9eymzt hafa í bókum um ísleif biskup, vað um lærisveina hans og sonu og áhrif þeirra manna á þjóðarsöguna og íslenzka menning fram á þennan dag? Hvað um þá kristnu hámenning, er hér reis hvað hæst á tólftu og þrett- ándu öld? Hvað um Lilju Eysteins, og hví vildu allir hana kveðið hafa? Hvað um herra Guðbrand og bækur hans? Hvað um síra Hallgrím og Passíu- sálma? Var það snilldin ein og tungu- takið, sem íslendingar unnu? Hvað um meistara Jón, sem aldrei bauð neitt kristið blávatn né talaði nokkra tæpitungu? Hvað um vitnisburði inn- lendra manna og erlendra um ó- venjulega einlæga og heita guðs- dýrkun íslendinga hér og þar og fyrr og síðar? Og síðast, en ekki sízt: Hvað um hið sérstæða og einkenni- lega íslenzka fyrirbæri, alþýðusálm- ana og versin, þann ótölulega grúa ramíslenzkra og hreinkristinna bæna, sem leikir og lærðir bundu í stuðla, svo að varðveittust kynslóð af kynslóð og fram á þennan dag? Hvaðan er allt þetta upp sprottið? Væri ekki verðugt verkefni ein- hverjum ungum guðfræðingi að taka slíkarspurningartil yfirvegunar? G.ÓIÓI. 213

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.