Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 67

Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 67
^nessur. Óvönum manni finnst að hann sé hálfur í kirkju og hálfur á vitfirringastofnun. Nú er hálfrökkur í salnum. Við sjá- um þó glögglega miðilinn. Hann situr 9rafkyrr í stólnum og heldur höndun- um á brjóstinu, með lófunum lögðum saman, líkt og myndir sýna menn sem biðjast fyrir. Eftir nokkra stund tekur hann e. t. v. snögg viðbrögð, kippist eins og ósjálfrátt til. Allt í einu fellur höfuð hans og hendur niður, líkam- lnn sýnist hálfmáttlaus, hann situr halfboginn á stólnum með höfuðið niðurlútt. Formaður gefur þeim ^nerki, sem leikur á hljóðfærið. Kertið er slökkt og þegar lagið er leikið á enda hættir söngurinn. Miðillinn er Uu fallinn í einskonar dá og veit ekki lengur af sér. Nú er dauðaþögn í saln- Urn og niðamyrkur. . Eftir örstutta stund dregur miðill- lr,n andann nokkrum sinnum mjög hjúpb einkum að sér, svo glögglega heyrist um allan salinn. Það er eins e9 hann súpi hveljur. Allt í einu segir hann með allt öðrum málróm. -Gott kvöld! Komið þið sæl og blessuð!“ ->Gott kvöld!“ —— ,,Sæl verið þið“ -Komið þiðsæl“,eðaeinhverslík kyeðja heyrist þá með ýmsum mál- r°mum úr ýmsum áttum á auða svið- lriu þar sem enginn maður var! Flest- ar faddirnar eru að heyra nálægt m'ðli, sumar þó allfjarri, jafnvel úti í salshorni, eða eins og uppi undir ottinu. það er eins og auða svæðið ^i aNtíeinu fyllzt af fólki. etta er auðvitað bannsett búktal, ettur manni strax í hug. °9 allarþessarraddirhagasérsem menn væru. Hvertalar meðsínu nefi á sinn hátt með sínum rómi og sínum einkennilega hugsunarhætti, sem æ- tíð heldursérsvo lengi sem mannsins verður vart á fundinum. Raddirnar segja allajafna til nafns, og nöfnin eru ætíð nöfn daudra manna. Hafi maður þekkt þá, verður ekki á móti því borið að málrómur og hugsunarháttur er oftast nær líkur því sem venja var í lifanda lífi. Oftast er um íslendinga að ræða, stundum um útlendinga. Náttúrulega hefur miðillinn þekkt þessa menn, eða heyrt frá þeim sagt og stælir svo rödd þeirra og látbragð, dettur manni í hug. Maður dettur í stafi yfir þeirri flónsku að nokkrum komi til hugar, að hér sé að tala um annað en einföld loddarabrögð í myrkrinu. Alt í einu er hrópað eitthvað rétt við eyrað'á manni með dimmri og mikilli rödd. Á hreimnum heyrist að talað er í gegnum eina pjáturtrektina. Þetta kom svo skyndilega að maður hrekk- ur við. Trektin stóð áður á borðinu. Hún hafði bersýnilega færzt úr stað. Hún var auðheyrt allhátt frá gólfi. Einhver hlaut að halda á henni. Sjálf- sagt svikahrappurinn, miðillinn. Hananú! Þá er trektin komin á allt annan stað, og þar hrópar sama fer- lega röddin eitthvað gegnum hana. Nú, hann er áferðinni, mannskratt- inn, hugsar maður og telur það sjálf- sagt að miðillinn leiki lausum hala með trektina á auða svæðinu. Svo er kallað á gæzlumann og spurt hvað sé títt um miðilinn. Hann segir hann sitja grafkyrran á stólnum, að hann hafi aldrei sleppt á honum höndunum. Þetta er þá einhver sem situr á 225

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.