Kirkjuritið - 01.09.1978, Qupperneq 72
ÞÁTTUR UM GUÐFRÆÐI
ARTICULI CHRISTIANAE DOCTRINAE
C. H. DODD:
Höfundur kristindómsins
The Founder of Christianity,
Collins, Fontana Books 1972.
Sr. Gunnar Björnsson sneri á íslenzku
5. kafli.
LýðurGuös.
Hver sem skyggnist í heim grikkja og
rómverja við upphaf þess tíma, sem
vér fjöllum um hér, reynir að skoða
undir yfirborð stjórnmálalegrar, hag-
fræðilegrar og hernaðarlegrar sögu
og komast að því hvað það var, sem
átti sér stað í hugum manna, verður
þess var, að almennt var búist við
breytingum til hins betra varðandi
málefni mannsins í heiminum. Eftir
hrikaleg umbrot, sem hrinið höfðu á
mannfélaginu í öld eða meir, væntu
menn jafnvel komu gullaldar, að
blómaskeið rynni upp. Þessi eftir-
vænting var að nokkru trúarlegs
eðlis. Af henni spruttu ný goðsvör, og
forn spámæli voru rifjuð upp. Oft
tengdist hún ,,frelsara“, endurlausn-
ara - mikilmenni, ef til vill guðlegrar
ættar, ef ekki jafnvel Guði. Milljónir
þegna rómverska heimsveldisins litu
230
á keisarann sem guðlegan lausnara.
Rómverskt skáld lofaði Ágústus sem
praesens divus, ,,guð með oss“.1 Hin
miklu völd keisarans gengu krafta-
verki næst í augum undirokaðra
þjóða í skattlöndum Austurlanda,
sem í tvær eða þrjár kynslóðir höfðu
búið við upplausn og öngþveiti. Keis-
arinn hafði sameinað sundraða ver-
öld. Það var á valdi hans að tryggj3
frið, vernda ríkið fyrir árásum óvina
og veita þegnum sínum örygg'-
„Brauð og leiki“ gat hann látið öllum
í té. Það voru ósviknar tilfinningar,
sem lýstu sér í því, að keisarinn var
tilbeðinn sem guð á jörð. Hann var
frelsari og „viðreisnari veraldar
(restitutor orbis). Málpípur heims-
veldisins hikuðu ekki við að lýsa Þvl
sem stæði það við þröskuld þúsund-
áraríkis. Og undir Ágústusi virtist