Kirkjuritið - 01.09.1978, Side 75
stjórnmálalega var það þýðingar-
'aust, eftir að tvö konungsdæmi ísra-
®ls höfðu liðið undir lok nokkrum
óldum áður. Þaðan í frá bar orðið
keim af hugsjóninni. Mannfélag gyð-
ln9a hafði verið endurskipulagt af
siðbótarmönnum fimmtu aldarf.Kr. á
9rundvelli þess, að þjóðlífið allt
skyldi lúta hinu heilaga lögmáli, sem
talið var geyma vilja Guðs. Þessi til-
raun til að koma á fót þjóðfélagi, sem
9erði ríki Guðs að veruleika, bar vott
Urn hugdirfð og heiðarleik. En hún
^afði mistekist. Júdea fyrstu aldar-
'nnar var við vonda heilsu. Flokka-
drættir böguðu hana mjög; verald-
'e9a sinnuð prestastétt skaraði eld að
ei9in köku með því að vera erlendu
valdi undirgefin; almenningur hataði
rómverja því meir, sem hann var ó-
fasr um að reka þá af höndum sér.
starf góðra og guðhræddra trúkenn-
ara breikkaði bilið milli hinna trúuðu
°9 ..fólksins í landinu", sem mjög var
'tið niður á. Ástandið hélt áfram að
Versna, uns hámarki var náð árið 66 e.
Kr-> þegar endir var bundinn á stjórn-
^slalega tilvist gyðingaþjóðarinnar.
Uesús gekk þess ekki dulinn, hver
n®tta ógnaði þjóð hans. Hann sagði,
ao hvorki þjóðin né leiðtogar hennar
9®tu ,,dæmt um tákn tímanna’',5 og
Ver þurfum ekki annað en að lesa
SarT|tímalýsingu Jósefusar, sagnarit-
ara gyðinga, til þess að sjá að þetta
Var rétt. Eins og spámennirnir gömlu
nófðu bent á hættuna, sem stafaði frá
ðssýringum og babýlóníumönnum,
Pðnnig varaði Jesús við háskanum
ra Róm. Einhvern tíma var honum
Sa9t frá átökunum í musterinu, sem
Urou til þess að nokkrir galíleumenn
létu lífið fyrir rómverska setuliðinu.
Um svipað leyti hafði einn af turnum
múrsins umhverfis Jerúsalem hrunið,
svo að dauðaslys hlutust af. Þá sagði
Jesús: „Haldið þér, að þessirGalíleu-
menn hafi verið meiri syndararen all-
ir aðrir Galíleumenn, af því að þeir
hafa orðið fyrir þessu? Eða þeir átján,
sem turninn féll yfir í Sílóam og varð
að bana, haldið þér að þeir hafi verið
sekari en allir þeir menn, sem í Jerú-
salem búa? Nei, segi ég yður, en ef
þér gjörið ekki iðrun munuð þér allir
fyrirfarast á sama hátt.“6
,,Ef þér gerið ekki iðrun“; hvatn-
ingunni ,,að iðrast" var að vísu beint
til einstaklinga, en til einstaklinga
sem þegna þjóðar, sem átti að vera
„lýður Guðs“, en hafði brugðist. Það
verður fátt um svör, ef spurt er um
það, hvaða sýnilegum árangri starfs
síns Jesús hafi vonast eftir. Hann
markaði enga stefnu trúarlegrar eða
stjórnmálalegrar siðbótar, fremur en
hann segði nákvæmlega til um hegð-
un hvers og eins. Hann neitaði því, að
hann hyggðist siðbæta það kerfi, sem
fyrir var. Slíkt taldi hann álíka vitur-
legt og að rífa bót af nýju fati og
leggja hana á gamalt fat. Vera kann
þó að eðlilegt sé að spyrja um það, t.
d„ hverju það hefði breytt í innanrík-
ismálum, ef þeir háu herrar, sem
„treystu sjálfum sér, að þeir væru
réttlátir og fyrirlitu aðra“ hefðu skipt
um skoðun, eða ef hægt hefði verið
að fá rétttrúaða gyðinga til þess að
líta ásamverjana sem „náunga" sína;
eða hverju það hefði breytt í sam-
skiptum við umheiminn, ef guðrækn-
ir sértrúarmenn í Qumran, sem fengu
niðurbældu hatri sínu útrás í dag-
233