Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 6

Kirkjuritið - 01.12.1978, Page 6
í Kristíkrafti Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup ísiands, svarar fáeinum spurningum um feril sinn og hugðarefni Sögur gerast, en eru ekki allar skráðar. Margur samtímamaður dr. Sigur- bjarnar Einarssonar, biskups, á sína sögu af honum sem vænta má. Fjórir áratugir eru nú liðnir frá því hann tók prestsvígslu þann 11. september- mánaðar 1938. Þá fjóra áratugi hefur hann lengst af verið þar, sem sögur gerðust nokkrar. Hér verður þó ekki frá því sagt, hversu hann kom öðrum fyrir sjónir, - ekki þvi, hversu athygli beindist að honum, ungum presti í Reykjavík, - ekki því, hvernig unglingi nýfermdum, varð við að standa andspænis þeim sama unga presti í sorgarhúsi eitt aðfangadagskvöld á þeim árum, ekki því, hveráhrif predikun hansog framganga hafði í myrkv- uðum kvikmyndasal og víðar, - ekki frá beinum áhrifum hans á námsbraut og skólagöngu unglings, ekki frá áhrifum hans á kennarastóli og á ritvelli, - né heldur síðari samfylgd tveggja manna. En mynd hins unga guðs- manns frá upphafi fimmta tugs aldarinnar er ennþá skýr, enda var hann öðrum ólíkur, bæði í sjón og raun. Hann var á þeim árum eitt tákn þess, að Guð var í nánd, - útvalið verkfæri Guðs. í stuttu máli að segja: Þeirtveir, sem skiptast á orðum hér á eftir, eru ekki með öllu ókunnugir. Leiðir hafa legið saman lengur en ætla mætti um nokkuð misaldra menn, ekki alltaf samsíða, en skorizt býsna oft og víða. Það, sem skiptir máli mín megin, er gömul og vanmetin þakkarskuld og svo það, sem mest er um vert: Einn Drottinn og frelari beggja, sama trú á hann og sama þjónusta við hann. Það, sem fer hér á eftir, er lítið brot af sögu dr. Sigurbjarnar biskups, sagt af honum sjálfum að beiðni minn. Spurningarnar einar og fyrirsagnir eru frá mér ættaðar. Ég þakka honum, hversu hann brást við beiðninni enn einu sinni, og bið þess, að Drottinn blessi daga hans og verk. - G. Ól Ól. 244

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.