Kirkjuritið - 01.12.1978, Side 13
yerða biskup íslands, en að setjast að
1 Skálholti. En fyrir því var enginn
9rundvöllur, hvorki vilji þáverandi
stjórnvalda né nein raunhæf rök og
^öguleikar miðað við alla aðstöðu
°9 kröfur embættisins. Þegar það
fékkst fram árið 1963, að kirkjunni var
sfhentur Skálholtsstaður, var að mínu
Jiti úrslitasigur unninn. Þá hafði
^ifkjan fengið þá fótfestu, að hún gat
sýnt, hvað hún dugði. Úr því átti hún
'Vrst og fremst við sjálfa sig um það
aö þoka Skálholti fram og upp.
Hvað merkir það raunar?
Skálholt er sýn, sem er ekki bundin
stað. Og ekki minningum. Staðurinn
er ómetanlegur vegna þess að hann
ar öðrum stöðum framar allsherjar
j^ynd hinnar kristnu sögu íslands.
tn hann er ennþá ómetanlegri sem
I öllun, tækifæri, prófsteinn. Þannig
eit ég á f rá byrjun og geri enn. Hver er
sjálfsvitund íslensku kirkjunnar nú?
ry/aða skyggni, lífi og þrótti býr hún
yflr? Því verður ekki svarað með
neinni formúlu. En Skálholt er próf-
steinn og tákn. Gjör þú, Drottinn,
akn til góðs fyrir mig, bað guðsmað-
nr forn. Kirkjan í tvísýnu aldarfarsins,
lrkjan með sína stóru, margþættu
ortíð, veðrasömu nútíð og huldu
ramtíð, mátti biðja á líkan hátt á
jystum Skálholts. Það gat risið sem
akn þess, að kirkjan lifir og á að lifa,
ö ,,Guð er í henni og Guð hjálpar
ennj, þegar birtir af degi.“
Skálholt, eins og það er nú, ertákn
9óðs. Þökkum það og metum. Það
erðuráfram prófsteinn ásamheldni,
e|lnaeman metnað og trúarlegt
unsaej íS|ensku kirkjunnar. Framtíð
aiholts fer eftir því, hver sú kirkja
er, sem að því stendur. Hún má skynja
eitthvað af sjálfri sér í skuggsjá stað-
arins. Endurreisn Skáholts er tómt
orð, ef hún táknar ekki kirkjulega
endurreisn í landinu, en þá og því
aðeins lifir kirkjan, að hún sé sífellt
endurnýjuð, lífguð, læknuð við eilífa
heilsulind sína.
Skálholt er komið skammt á veg,
þótt það beri að þakka sem orðið er.
Muni eins mikið um næstu þrjátíu ár
og munað hefur um næstliðinn aldar-
þriðjung má vel við una. Og aldrei hef
ég efast um, að Hólar myndu njóta
Skálholts. Að einbeita sér að Skálholti
þýðir ekki að Hólum sé gleymt né þeir
settir hjá. Slíkt er fjarstæður hugar-
burður. Staðirnir hafa fylgst að og
munu gera það. Ekki endilega þannig
að framtíð þeirra falli að öllu í sama
farveg. En verði kirkjunni það úrSkál-
holti, sem efni standa til, má og vænta
þess, að hún finni Hólum verðugt hlut-
verk sér til vakningar og styrktar.
í því frumvarpi um biskupsdæmi ís-
lensku kirkjunnar, sem síðasta kirkju-
þing samþykkti og byggt er á tillögum
starfsháttanefndar, er tekinn upp
þráðurinn í samræmi við þær hug-
myndir, sem Skálholtsfélagið gerði að
sínum, um leið og það fór af stað. Þau
frumvörp önnur, sem kirkjuþing hefur
samþykkt, hafa ekki hlotið undirtektir
á Alþingi, eins og kunnugt er. Hefur
mér ekki komið það á óvart, enda þótt
vafasamt, að þau væru tímabær, þeg-
ar þau komu fram. En telja má líkur á
því, að málið geti fengið byr og náð
fram að ganga í þessu formi, og hefði
.kannski getað orðið fyrr, ef einhugur
hefði verið nægur fyrr og síðar um að
ná því skrefi áleiðis.
251